spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOlivier Michailesco: Margt sem er sagt vera nýtt í BJJ er í...

Olivier Michailesco: Margt sem er sagt vera nýtt í BJJ er í rauninni eldgamalt

Olivier Michailesco er svartbeltingur frá Frakklandi sem er í heimsókn á Íslandi um þessar mundir. Olivier hefur gaman af þróuninni sem á sér stað í íþróttinni en segir þó að margt af því sem er sagt vera nýtt sér í raun fremur gamalt.

Olivier er yfirþjálfarinn hjá MK Team í París og lengi æft brasilískt jiu-jitsu. Hann er staddur hér á landi yfir helgina til að kenna BJJ námskeið í Mjölni. Olivier er svart belti undir Flavio Behring sem er eitt af fáum rauðum beltum í BJJ og hlaut sitt svarta belti frá sjálfum Helio Gracie. Olivier hefur því verið lengi í bransanum en hann byrjaði í BJJ fyrir um 20 árum síðan.

„Ég byrjaði að æfa jiu-jitsu með Frakka að nafni Christian Derval en stuttu eftir það hittum við Flavio Behring. Við ferðuðumst mikið til Brasilíu þar sem við hittum stór nöfn í BJJ senunni eins og Gracie fjölskylduna, Fabricio Werdum, Carlson Gracie, Mario Sperry, Murilo Bustamante og allt Brazilian Top Team liðið. Alveg frá upphafi æfði ég á hverjum einasta degi og svo tvisvar til þrisvar á dag yfir ákveðið tímabil,“ segir Olivier.

Íþróttin fangaði hug hans og hjarta en Olivier hefur unun af því að kenna í dag. Þetta verður hans fyrsta heimsókn til Íslands en hann hefur heyrt góða hluti um land og þjóð frá Valentin Fels sem býr hér á landi og kennir í Mjölni.

„Ég veit ekki mikið um fólkið á Íslandi en ég hef mjög jákvæða mynd í huga. Ég man eftir stuðningsmönnunum ykkar á EM 2016 þar sem gríðarleg samheldni ríkti meðal stuðningsmanna ykkar sem smitaðist svo út í liðið og hvatti leikmennina áfram. Svo veit ég að nátturan er mjög falleg og hlakka til að skoða hana þegar ég kem. Ég veit ekki hvernig BJJ senan á Íslandi er og það verður gaman að sjá það. Ég veit að það eru margir MMA bardagamenn á Norðurlöndunum og frábærir glímumenn.“

Olivier er einnig svart belti í júdó og hefur þróað sinn stíl mikið í kringum ýmiss konar grip í gallann. Eitt af hans gripum kallast handjárnið og er það í miklu uppáhaldi hjá honum. Olivier segir að það grip hafi nánast eitt og sér skilað sér bronsi á Evrópumeistaramótinu 2012 og Frakklandsmeistaratitli.

„Ég er ekki með óhefðbundinn stíl, ég elska tæknilega vinnu og reyni að aðlaga það að sókndjörfum leik. Ég kenni og glími eftir grunnstoðum Gracie fjölskyldunnar. Fljótlega var ég þó heillaður af nútíma jiu-jitsu og notaði svipaðan stíl og Cobrinha með lapeloplata mikið. Ég nota gripin í gallanum mjög mikið en í hvert sinn sem ég fer í nýjan BJJ klúbb læri ég nýja griptækni í gallann. Ég var auðvitað í júdó og sumt af því sem ég geri kom þaðan en ég hafði gaman af að leika mér með kragann og svo án þess að vita það var ég að gera ákveðna tegund af worm guard.“

„Það var svo ákveðin staða sem ég hafði mjög gaman af og nefndi hana firemanguard og með því að blanda öllu saman uppgötvaði ég handjárnið. Ég hef þróað það og leikið mér með það í um átta ár núna, það er núna hluti af mínum uppáhalds brögðum. Minn leikur snýst mikið um grip í kragann á gallanum.“

Fyrstu kennarar Olivier voru fremur íhaldssamir og kenndu hefðbundið jiu-jitsu af gamla skólanum. Olivier hefur svo sjálfur þróað sinn leik og er opinn fyrir öllum þeim nýjungum sem eiga sér stað í BJJ heiminum.

„Ég var svo lánsamur að fá kennslu frá goðsögn í BJJ heiminum. Ég lærði mikið um sjálfsvörn og hugarfarið í brasilísku jiu-jitsu frá honum. Sjálfsvörn, bardagi maður á mann og sport jiu-jitsu er svona kjarni málsins í brasilísku jiu-jitsu.“

„Það sem þetta á þó allt sameiginlegt eru grunnstoðirnar. Nútíma BJJ er bara þróun frá þessum grunni. Margt sem er sagt vera nýtt í BJJ er í rauninni eldgamalt. Reglurnar í keppnum hafa svo stjórnað þróuninni og við erum bara að aðlagast með. Núna þarftu að vita hvernig á að nota réttu tæknina í mismunandi keppnum undir mismunandi reglum.

Eins og áður segir hefur Olivier mikla ástríðu fyrir kennslu og hefur sínar hugmyndir hvernig hann vill kenna íþróttina.

„Ég fórnaði miklu til að geta lifað á BJJ kennslu. Það sem ég fíla er að ég ræð því hvað ég kenni í mínum tímum. Það er engin kennsluskrá frá ríkinu sem allir þurfa að fara eftir. Í mínum klúbbi set ég tímana upp þannig að það sé auðveldast fyrir nemendurna að muna það sem ég kenni. Þannig að ég reyni að kenna grunninn fyrst og svo könnum við þetta nánar. Ef ég fengi að ráða væri ég með margra klukkutíma námskeið í hverjum tíma,“ segir hann og hlær. „En það væri ekki hentugt fyrir alla þannig að ég aðlaga kennsluna.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular