Friday, April 26, 2024
HomeErlentChael Sonnen segir að allir bardagar Fedor í PRIDE hafi verið falsaðir

Chael Sonnen segir að allir bardagar Fedor í PRIDE hafi verið falsaðir

Chael Sonnen mætir Fedor Emelianenko í þungavigtarmóti Bellator. Sonnen telur að stærstu sigrar Fedor hafi verið falsaðir.

Fedor Emelianenko átti sín bestu ár í PRIDE bardagasamtökunum í Japan hér áður fyrr. Japanska mafían Yakuza var með tök á bardagasamtökunum sem varð á endanum til þess að bardagasamtökin misstu sjónvarpssamninginn við FUJI í Japan. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarin ár að Yakuza hafi fyrirfram ákveðið hver átti að vinna.

Fedor nældi sér í fínan sigur um síðustu helgi þegar hann rotaði Frank Mir eftir tæpa mínútu. Þar með er hann kominn í undanúrslit Bellator þungavigtarmótsins þar sem hann mætir Chael Sonnen.

Sonnen, sem er þekktur fyrir miklar ýkjur og kjaft, fullyrðir að fyrirfram hafi verið ákveðið hver sigurvegari bardaganna í PRIDE yrði. Þar með hafi glæstir sigrar Fedor verið fyrirfram ákveðnir. Hann segir þó að sigurvegararnir hafi ekki vitað að bardagarnir sínir hafi verið falsaðir heldur einungis japanska mafían og sá sem átti að tapa.

„Þegar andstæðingurinn hrynur niður heldur sigurvegarinn, Cro Cop, Wanderlei eða Fedor sem dæmi að þeir hafi í alvörunni unnið. Þeir vita ekki að þetta var falsaður sigur. Allt í einu halda þeir að þeir geti unnið alla,“ sagði Sonnen í hlaðvarpi sínu.

„Ég neita því ekki að Fedor er góður, ég neita því ekki að hann sé stór og höggþungur og allt það. Ég er ekki að hrauna yfir hæfileikana hans. Ég er bara að segja að það er mjög erfitt að reyna að læra af gömlum bardögum hans þar sem bardagarnir hans í Japan voru falsaðir. Andstæðingum hans var sagt hvenær þeir áttu að fara niður.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular