Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentONE Unbreakable úrslit

ONE Unbreakable úrslit

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Fjórir MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagakvöldi.

Í aðal MMA bardaga dagsins áttust þeir Shinya Aoki og James Nakashima við í léttvigtinni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið bardagi á milli tveggja glímumanna fór þetta aldrei í gólfið. Aoki náði bakinu á Nakashima standandi frekar fljótlega í fyrstu lotu og sleppti ekki takinu fyrr en Nakashima gafst upp undan standandi „rear naked choke“.

Í næstsíðasta MMA bardaga dagsins snéri fyrrum veltivigtarmeistarinn Zebaztian Kadestam aftur inní búrið í fyrsta skipti eftir að hafa tapað titlinum í október 2019. Andstæðingur hans, Rússinn Gadzhimurad Abdulaev, var að hefja sína vegferð í One. Rússinn náði heldur betur að stimpla sig vel inn en hann sigraði Kadestam nokkuð auðveldlega í fyrstu lotu með uppgjafartaki.

One Championship tilkynnti að titilbardaginn í fluguvigt á milli Demetrious Johnson og Adriano Moraes sem átti að fara fram í febrúar hafi verið færður til 7. apríl. Jafnframt var tilkynnt að Eddie Alvarez muni berjast við Iuri Lapicus á sama kvöldi.

Úrslit ONE: Inside the Matrix II

Kickbox bantamvigt: Capitan Petchyindee Academy sigraði Alaverdi Ramzanov með röthöggi í annarri lotu.
Léttvigt: Shinya Aoki (46-9) sigraði James Nakashima (12-2) með uppgjafartaki í fyrstu lotu (rear naked choke).
Kickbox þungavigt: Rade Opacic sigraði Bruno Susano með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Veltivigt: Gadzhimurad Abdulaev (6-0) sigraði Zebastian Kadestam (12-6) með uppgjafartaki í fyrstu lotu (neck crank)
Atómvigt kvenna: Meng Bo (15-5) sigraði Samara Santos (11-8-1) eftir dómaraákvörðun
Strávigt: Lito Adiwang (12-2) sigraði Namiki Kawahara (7-4) með rothöggi (punch) í annarri lotu

Hér má sjá helstu atriði kvöldsins:

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni:

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular