0

Myndband: Dustin Poirier gaf Conor sósu í vigtuninni

UFC 257 fer fram annað kvöld þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier. Í sjónvarpsvigtuninni sem fram fór fyrr í dag fékk Conor litla gjöf frá Poirier.

Þegar þeir Dustin Poirier og Conor McGregor mættust fyrst árið 2014 var mikill rígur þeirra á milli. Núna er andinn mun vinalegri fyrir bardagann.

Í sjónvarpsvigtuninni fyrr í dag mættust þeir augliti til auglits í síðasta sinn fyrir bardagann. Þar gaf Poirier Íranum Poirier Louisiana hot sauce. Poirier kemur frá Louisiana og kom því færandi hendi en Conor kunni að meta gjöfina. Conor ætlar að gefa Poirier flösku af Proper 12 viskíinu sínu eftir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.