Dana White og Jon Jones hafa átt í orðaskiptum opinberlega að undanförnu. Jones vill mæta Francis Ngannou en samningaviðræður ganga illa.
Jon Jones hefur sagt að hann vilji mæta Francis Ngannou en bara ef hann fær betur borgað heldur en hann gerir í léttþungavigtinni þar sem áhættan er meiri í þungavigt. Jones og Dana White, forseti UFC, hafa átt í orðaskiptum síðustu daga og virðist samband þeirra hafa súrnað. Jones hefur gengið svo langt að óska eftir að samningi sínum verði rift.
Don’t be a fucking liar, my reputation has already taking enough hits. I don’t need this bullshit Dana. I never asked for Diante Wilder‘s numbers. And how about since Diante is making 30 million, we settle for half of that. Since you said I’m the goat and everything.
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 29, 2020
I don’t even make half of half of what Diante Wilder makes. If my reputation causes you to undervalue me this much. Just go ahead and release me from my @Ufc contract altogether. I’m sure some promoter somewhere will be more than happy to pick me up.
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 29, 2020
And if I wanted to compare money to someone else, I would compare money to my brothers. I see firsthand the way the NFL treats their champion athletes, there’s a huge difference. I’ve kept my mouth shut my entire career.
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 29, 2020
Do I make 5+ per fight yes. Should I stick to that number for my super fights? No. If you don’t agree with me you just don’t know business. I certainly didn’t ask for 30, never even threw out a number.
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 29, 2020
Á blaðamannafundi í gær sagði Dana White að Jones fengi ekki það sem hann óskar eftir fyrir bardaga gegn Ngannou.
Þrátt fyrir að vera einn besti bardagamaður sögunnar segir Dana að Jones hafi ekki staðið undir væntingum. Dana segir að Jones hefði getað orðið mun stærri stjarna og þénað meira en vandræði hans utan búrsins hafa haldið aftur af honum.
„Hann hefði getað orðið LeBron James íþróttarinnar. Hann hefði getað orðið það stór. Það er sturlað að hann biðji um 20 eða 30 milljónir dollara miðað við það sem hann hefur gengið í gegnum. Hann getur gert það sem hann vill. Hann getur setið á hliðarlínunni eða barist. Jones getur sagt það sem hann vill opinberlega og barist þegar hann er tilbúinn,“ sagði Dana.
Jones hefur skorað á UFC að rifta samningi sínum við sig. Jones er sagður hafa óskað eftir 15 milljónum dollara fyrir Ngannou bardagann eða um helminginn af 30 milljón dollara launaseðli Deontay Wilder fyrir bardagann gegn Tyson Fury.
„Þú færð ekki 30 milljónir dollara fyrir að vera bestur í sögunni. Þú þarft að geta selt. Jon Jones segir að ég hafi eyðilagt orðspor hans en hann hefur staðið sig frábærlega í því að gera það sjálfur.“
Jon Jones var ekki lengi að svara Dana á Twitter.
At no point did I ever demand anything from you Dana, I simply asked for a Super fight and asked to be compensated for it. You are the one who started talking negotiations publicly and showing the world how much you’ve been withholding from your athletes this whole time
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 31, 2020
Hunter and I had a very respectful conversation, I love how you’re trying to paint this picture of me being some angry guy disrespectfully demanding money. And then bringing up my out of the cage affairs to justify under paying me by tens of millions for years
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 31, 2020
You’re talking all that big guy stuff about not caring, put your money where your mouth is and release me from that contract
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 31, 2020
I’d probably make more in my first boxing match than my next three UFC fights combined. There’s real estate, acting, just kicking it and being a dad. No one needs to put up with Dana‘s lies https://t.co/YKYKhqfR47
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 31, 2020
Dana byrjar að tala um Jon Jones eftir 4:08.