spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOrðrómur: Conor og Justin Gaethje mætast í sumar

Orðrómur: Conor og Justin Gaethje mætast í sumar

UFC er að vinna í að setja saman stóru bardagana fyrir sumarið. Einn af bardögunum sem UFC vill setja upp er bardagi Conor McGregor og Justin Gaethje.

Conor McGregor vill berjast þrisvar á þessu ári en hann sigraði Donald Cerrone í janúar. Hans næsti bardagi hefur ekki verið ákveðinn en orðrómurinn er sá að Conor mæti Justin Gaethje í sumar.

Dan Hooker sigraði Paul Felder á UFC bardagakvöldinu í Nýja-Sjálandi um síðustu helgi. Eftir bardagann óskaði Hooker eftir bardaga við Justin Gaethje.

Ariel Helwani sagði hins vegar í gær að UFC sé að reyna að setja saman bardaga Conor McGregor og Justin Gaethje. Bardaginn færi fram í sumar en samningar eru skammt á veg komnir og margt getur breyst áður en samningar nást. Nate Diaz kemur einnig til greina fyrir Conor.

Justin Gaethje svaraði ekki áskorun Dan Hooker um helgina en Hooker sagði í gær að ef Gaethje væri upptekinn væri hann til í að mæta Dustin Poirier.

UFC er yfirleitt með fjögur stór bardagakvöld yfir sumarmánuðina (júní, tvö í júlí og svo í ágúst). UFC fer til Ástralíu í júní en Conor myndi að öllum líkindum berjast í júlí eða ágúst.

Ariel ræðir stöðuna í léttvigt eftir um það bil 6 mínútur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular