Sú saga gengur um Dublin að Dan Hardy ætli að halda MMA-námskeið í Mjölni á næstu misserum. Dan Hardy er staddur hér í Dublin þar sem hann mun lýsa bardögunum á laugardaginn en hann er fyrrum UFC bardagamaður og barðist m.a. um titilinn árið 2010.
Dan Hardy er breskur bardagamaður sem neyddist til að leggja hanskana á hilluna eftir að hann greindist með hjartasjúkdóm í fyrra. Dan Hardy barðist í veltivigt þar sem hann barðist um titilinn við Georges St. Pierre árið 2010. Það væri því mjög áhugavert ef Dan Hardy myndi halda námskeið á Íslandi hvenær sem það yrði.
Eftir að hann lagði hanskana á hilluna hefur hann verið einn af lýsendum UFC í Evrópu ásamt John Gooden. Hann mun því lýsa bardaga Gunnars annað kvöld. Hann þykir afar fróður um MMA og var orðaður við stöðu yfirþjálfara hjá Team Alpha Male eftir að Duane Ludwig hætti þar störfum.
Dan Hardy er svo Íslandsvinur. Hitti hann í Leifsstöð og spjallaði við hann. Þar sagði hann mér að hann hefði komið áður. Var bara ferðast og skoða sig um með kærustu.