spot_img
Tuesday, November 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaOrðrómur: Dan Hardy með námskeið á Íslandi?

Orðrómur: Dan Hardy með námskeið á Íslandi?

UFC Fight Night 24: Hardy vs. JohnsonSú saga gengur um Dublin að Dan Hardy ætli að halda MMA-námskeið í Mjölni á næstu misserum. Dan Hardy er staddur hér í Dublin þar sem hann mun lýsa bardögunum á laugardaginn en hann er fyrrum UFC bardagamaður og barðist m.a. um titilinn árið 2010.

Dan Hardy er breskur bardagamaður sem neyddist til að leggja hanskana á hilluna eftir að hann greindist með hjartasjúkdóm í fyrra. Dan Hardy barðist í veltivigt þar sem hann barðist um titilinn við Georges St. Pierre árið 2010. Það væri því mjög áhugavert ef Dan Hardy myndi halda námskeið á Íslandi hvenær sem það yrði.

Eftir að hann lagði hanskana á hilluna hefur hann verið einn af lýsendum UFC í Evrópu ásamt John Gooden. Hann mun því lýsa bardaga Gunnars annað kvöld. Hann þykir afar fróður um MMA og var orðaður við stöðu yfirþjálfara hjá Team Alpha Male eftir að Duane Ludwig hætti þar störfum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular