Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu ósigruðu bardagamennirnir í UFC

Föstudagstopplistinn: 10 bestu ósigruðu bardagamennirnir í UFC

Það eru margir ósigraðir bardagamenn í UFC. Þeir verða þó afar fáir þegar þeir eru bornir saman við fjölda bardagamanna sem UFC hefur á sínum snærum. Okkar maður Gunnar Nelson kemst á lista ásamt tveimur meisturum en hér eru topp 10 ósigruðu bardagamennirnir í UFC.

Fyrir aftan má sjá bardagaskor bardagamanna yfir ferilinn og svo innan UFC.

Ryan LaFLare gif 1

10. Ryan LaFlare (11-0, 4-0)

Bandaríkjamaðurinn átti að berjast við Gunnar Nelson í Dublin en meiddist á hné. LaFlare hefur sigrað fjóra bardaga í UFC og þar á meðal Court McGee og John Howard sem eru báðir erfiðir viðureignar. Sigur gegn Gunnari hefði getað hjálpað honum að klífa hærra upp UFC stigan.

9. Robert Drysdale (7-0, UFC 1-0)

Gríðarlega góður í gólfinu en hann hefur sigrað ADCC (eitt sterkasta uppgjafarglímumót heims) og heimsmeistaramótið í BJJ. Drysdale hefur kannski ekki barist við bestu bardagamennina en hann sigraði fyrsta bardaga sinn í UFC auðveldlega. Ef Drysdale getur bætt sparkboxið sitt þá gæti hann orðið mjög erfiður andstæðingur í léttþungavigtinni.

kelvin gastelum

8. Kelvin Gastelum (9-0, UFC 4-0)

Sigurvegari The Ultimate Fighter 17  og er aðeins 22 ára svo hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig og fá reynslu. Gastelum hefur sigrað þrjá bardaga eftir The Ultimate Fighter og þar á meðal Rick Story. Gastelum er gríðarlega efnilegur og mun bara verða betri með tímanum.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

7. Gunnar Nelson (12-0, UFC 3-0)

Þjóðarstolt Íslendinga hefur nú þegar sigrað alla þrjá bardaga sína í UFC. Gunnar hefur klárað alla bardaga sína á ferlinum nema tvo og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC. Gunnar berst nú aftur um helgina gegn Zak Cummings og sigur gæti fært honum topp tíu andstæðing næst.

6. Myles Jury (14-0, UFC 5-0)

Jury fær oftast ekki mikið umtal en er níundi á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Ósigraður í fjórum bardögum í UFC og í fjórtán bardögum allt í allt. Þetta gerir Jury að einn af efnilegustu mönnum innan UFC en hann er aðeins 25 ára.

5. Cat Zingano (8-0, UFC 1-0)

Slæm hné meiðsli eru búin að halda henni utan búrsins frá apríl 2013. Zingano sigraði Miesha Tate með höggum í seinasta bardaga og sýnir það hversu hæfileikarík hún er. Hún mun mæta Amandu Nunes þann 27. september á UFC 178 og gæti með sigri fengið titilbardaga gegn Ronda Rousey.

khabib

4. Khabib Nurmagomedov (22-0, UFC 6-0)

Þegar aðrir bardagamenn vilja helst ekki berjast við þig þá segir það margt um þig. Hann er ósigraður í 22 bardögum og sex af þeim hafa komið í UFC. Nurmagomedov er líklegur áskorandi fyrir Anthony Pettis en mætir líklegast Donald Cerrone í hans næsta bardaga.

daniel-cormier

3. Daniel Cormier (15-0, UFC 4-0)

Ólympíufarinn var farsæll í þungavigtinni þar sem hann sigraði menn á borð við Josh Barnett, Frank Mir, Antonio Silva og Roy Nelson. Hann færði sig niður í léttþungavigt þar sem hann hefur sigrað báða sína bardaga og fær líklegast titilbardaga gegn sigurvegaranum á milli Jon Jones og Alexander Gustafsson.

ronda-gif

2. Ronda Rousey (8-0, UFC 4-0)

Andlit kvenna í MMA og gæti orðið andlit MMA. Ronda hefur mikinn persónuleika, mikla hæfileika og mikið pláss til þess að bæta sig enn meira. Rousey sigraði fyrstu átta atvinnumannabardaga sína með “armbar” og einnig þrjá áhugamannabardaga líka. Hún hefur nú sigrað seinustu tvo andstæðinga með rothöggum. Rousey hefur þá allt í allt klárað alla þrettán andstæðinga sína.

UFC on Fuel TV: Weigh-In

1. Chris Weidman (12-0, UFC 8,0)

UFC millivigtarmeistarinn sigraði Anderson Silva tvisvar þó báðir bardagarnir hafi endað vægast sagt óvenjulega. Weidman var þó með yfirhöndina í báðum bardögunum og var einfaldlega betri bardagamaðurinn þessi kvöld. Weidman sigraði einnig fyrrum léttþungavigtarmeistarann Lyoto Machida nú í síðasta bardaga og mun líklegast verja titil sinn gegn óþekktar orminum Vitor Belfort.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular