spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOrðrómur: Tony Ferguson mætir Anthony Pettis á UFC 229

Orðrómur: Tony Ferguson mætir Anthony Pettis á UFC 229

Tony Ferguson snýr aftur eftir hnémeiðsli og mætir Anthony Pettis á UFC 229. Sama kvöld mætast þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov um léttvigtartitilinn.

Frá þessu greinir MMA Junkie en bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC. Ferguson fékk nýlega grænt ljós frá læknum að berjast aftur eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Ferguson hefur ýjað að því á samfélagsmiðlum að hann muni berjast á UFC 229 og nú virðist hann mæta Pettis.

Eins og áður segir mætast þeir Conor McGregor og Khabib í aðalbardaga kvöldsins en hugsanlega er Ferguson ákveðin trygging fyrir UFC ef annar hvor þeirra meiðist í aðdraganda bardagans. Ferguson segist vera að æfa fyrir þrjá andstæðinga og má reikna með að hann sé að tala um Conor, Khabib og nú Anthony Pettis.

Pettis hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en leit mjög vel út í síðasta bardaga. Þá sáum við hann klára Michael Chiesa í 2. lotu en Pettis hefur aðeins unnið þrjá af síðustu átta bardögum sínum.

UFC 229 fer fram þann 6. október í Las Vegas.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular