spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓvinur Íslands mætir froðusnakkinu Mike Perry

Óvinur Íslands mætir froðusnakkinu Mike Perry

Óvinsælasti bardagamaðurinn á Íslandi, Santiago Ponzinibbio, snýr aftur í búrið um helgina. Þetta verður fyrsti bardaginn hans eftir sigurinn umdeilda á Gunnari Nelson í sumar en í þetta sinn mætir hann háværum og umdeildum bardagamanni.

Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson eftir rothögg í sumar. Sigurinn var umdeildur þar sem Ponzinibbio potaði í augu Gunnars og greip í stuttbuxur hans. Gunnar og hans lið reyndu að áfrýja úrslitum bardagans (enda sönnunargögnin svo sannarlega til staðar) en úrslitunum var ekki breytt. Sjálfur kannaðist Ponzinibbio ekkert við að hafa potað í augu Gunnars og var sakleysið uppmálað.

Ponzinibbio var fljótt einn hataðasti maðurinn í MMA heiminum meðal bardagaaðdáenda á Íslandi og er það enn. Brotin vöktu þó ekki bara athygli á Íslandi heldur er sífellt minnst á augnpotin á MMA hluta Reddit spjallborðsins þegar talað er um Ponzinibbio.

Eftir sigurinn á Gunnari í sumar vildi Ponzinibbio fá Carlos Condit eða Neil Magny. Ponzinibbio fékk hvorugan og mætast þeir Condit og Magny á UFC 219 í lok desember. Þess í stað fær Ponzinibbio hinn afar umdeilda Mike Perry.

Mike Perry gæti ekki verið ólíkari síðasta andstæðingi Ponzinibbio. Perry er með ótrúlegan kjaft og stæla sem fólk annað hvort elska eða hata. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið svo sem setið inni, fékk sér nýlega húðflúr á ennið og talar oftast áður en hann hugsar.

Perry hefur þó átt ótrúlegri velgengni að fagna í búrinu og eru allir 11 sigrar hans eftir rothögg (þar af fjórir í UFC). Hans eina tap var gegn Alan Jouban sem Gunnar sigraði í mars. Perry er einn af þeim sem getur verið erfitt að halda með en aftur á móti eru margir sem vilja alltaf halda með „vondu strákunum“.

Bardaginn gæti orðið mjög fjörugur á laugardaginn svo lengi sem hann fer sómasamlega fram. Hér eru tveir menn sem vilja halda bardaganum standandi og eru með marga sigra eftir rothögg. Ponzinibbio gæti þó tekið upp á því að spila þetta skynsamlega eins og Alan Jouban gerði og halda sér í góðri fjarlægði frá Perry inn á milli sem hann skorar stig.

Bardaginn gæti þó haft áhrif á næsta bardaga okkar manns. Mike Perry og Darren Till hafa átt í einhverjum útistöðum. Ef Perry vinnur gæti hann fengið Darren Till næst enda væri auðvelt að selja þann bardaga fyrir UFC. Gunnar kallaði eftir bardaga við Darren Till í nóvember þegar Bretinn hélt því fram að enginn þorði að berjast við sig. Ef Ponzinibbio vinnur hins vegar gæti það aukið líkurnar á að Gunnar fái Darren Till á næsta ári. Gunnar ætti að minnsta kosti að fylgjast vel með á laugardaginn og kannski mun hann smá halda með sínum fyrrum andstæðingi ef hann vill virkilega mæta Darren Till?

Bardaginn fer fram á laugardaginn á UFC on FOX bardagakvöldinu í Kanada en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robbie Lawler og Rafael dos Anjos.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular