Paul Felder var skyndilega án andstæðings í gær eftir að andstæðingur hans var færður á annað bardagakvöld. Mike Perry var sömuleiðis án andstæðings en nú hefur nýr og spennandi bardagi verið bættur við á UFC 226.
Paul Felder átti að mæta James Vicks þann 14. júlí. Eftir að Al Iaquinta var skyndilega ófær um að berjast gegn Justin Gaethje í ágúst var James Vicks færður í stað Iaquinta. Eftir sat því Felder með sárt ennið en hann átti að mæta Iaquinta á UFC 223 áður en sá síðarnefndi var færður í titilbardaga.
Felder óttaðist því að hann fengi ekki tækifæri til að berjast en meiðsli Yancy Medeiros björguðu honum. Medeiros átti að mæta Mike Perry á UFC 226 en hann getur ekki barist vegna rifbeinsmeiðsla. Felder óskaði því eftir að berjast við Mike Perry á UFC 226 þann 7. júlí.
@PlatinumPerry love ur style bro. Shall we get paid next week?
— Paul Felder (@felderpaul) June 28, 2018
Let’s do it mother fucker @felderpaul
— Platinum Mike Perry (@PlatinumPerry) June 28, 2018
Felder, sem berst í léttvigt, fer því upp í veltivigt til þess að fá bardaga og ætti þetta að verða hörku bardagi.