spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPaulo Costa bætti á sig 13 kg á rúmum sólarhringi fyrir bardagann

Paulo Costa bætti á sig 13 kg á rúmum sólarhringi fyrir bardagann

Paulo Costa bætti talsvert á sig eftir vigtunina og fram að bardaga. Costa var bara sjö kílóum léttari en þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic.

Íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) er með þá reglu að vigta bardagamenn um kvöldið þegar keppnin fer fram. CSAC birtir síðan tölurnar en ef menn hafa bætt á sig meira en 10% af líkamsþyngd sinni mælir CSAC með að bardagamaðurinn fari upp um þyngdarflokk.

Þyngdartölurnar á keppnisdegi eru ansi áhugaverðar. Paulo Costa sigraði Yoel Romero í 84 kg millivigtarbardaga á laugardaginn en í bardaganum var Costa 97,2 kg (213,8 pund). Costa bætti því tæpum 13 kg á sig á rúmum sólarhringi en í vigtuninni á föstudeginum var hann 84,5 kg (186 pund). Yoel Romero var aðeins léttari eða 94,2 kg í bardaganum.

Þessar tölur munu sennilega ekki hafa áhrif á Costa nema hann berjist aftur í Kaliforníu. CSAC mun mæla með að Costa fari upp um flokk en getur lítið annað gert.

Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic var 104,8 kg (230,5 pund) í bardaganum og var Costa því aðeins sjö kílóum léttari en meistarinn. Athygli vekur að Daniel Cormier var 112,3 kg í bardaganum eftir að hafa verið 107,5 kg í vigtuninni deginum áður.

Þyngd allra bardagamanna um helgina má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular