spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRafael Lovato Jr. lætur millivigtarbeltið af hendi eftir óvenjulegar niðurstöður úr heilaskanna

Rafael Lovato Jr. lætur millivigtarbeltið af hendi eftir óvenjulegar niðurstöður úr heilaskanna

Mynd: Bellator.

Rafael Lovato Jr. hefur þurft að láta millivigtartitil Bellator af hendi. Eftir að hafa gengist undir heilaskanna mæltu læknar með að hann myndi ekki berjast aftur.

Lovato glímir við óvenjulegar aðstæður en æðar í heilanum og mænu hans þyrpast saman. Lovato komst að þessu fyrir titilbardaga sinn gegn Gegard Mousasi í fyra. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Kaliforníu en íþróttasambandið í Kaliforníu krefst þess að allir bardagamenn fari í heilaskanna áður en þeir keppa þar. Í heilaskannanum sáust nokkrir blóðpokar í heilanum á stærð við poppkorn en einn þeirra var á stærð við golfbolta.

Lovato segir að þetta sé mögulega arfgengt en ef blóðpokarnir halda áfram að stækka gæti það sett þrýsting á heilann og mögulega valdið heilablæðingu.

Læknar neituðu að leyfa honum að berjast í Kaliforníu eftir að hafa séð niðurstöður heilaskannans. Bardaganum var frestað vegna meiðsla Mousasi en var settur aftur á dagskrá í London. Brasilískur taugalæknir gaf Lovato hins vegar grænt ljós á að keppa og það sama gerði SAFE MMA (óháð samtök sem skoða bardagamenn á Írlandi og Englandi). Lovato sigrði Mousasi og varð millivigtarmeistari Bellator.

Læknarnir héldu áfram að skoða hann en í nóvember var honum tjáð að það hefðu verið mistök að leyfa honum að berjast í London. Læknarnir myndu ekki samþykkja að leyfa honum að berjast aftur fyrr en eftir frekari skoðun.

Lovato fékk annað álit frá lækni í UCLA háskólanum sem hefur unnið með hnefaleikamönnum og leikmönnum í NFL sem hafa haft svipaða blóðpoka. Sá læknir telur að það séu minna en 1% líkur á heilablæðingu hjá honum.

Lovato vonar að hann fái aftur leyfi til að berjast og að íþróttasambandið í Kaliforníu gefi honum grænt ljós á að keppa eftir að hafa heyrt frá lækninum frá UCLA. Lovato mun ekki keppa aftur ef læknar telja það hættulegt en Lovato heldur í vonina.

Lovato mun halda áfram að keppa í brasilísku jiu-jitsu en Lovato er heimsmeistari í BJJ og mætir Roberto ‘Cyborg’ Abreu þann 21. febrúar.

Lovato hafði aldrei farið í heilaskanna áður þar sem flest íþróttasambönd í Bandaríkjunum krefjast þess ekki að bardagamenn fari í slíkar skoðanir. Lovato hafði ekki hugmynd um að það væri eitthvað að en Lovato hvetur bardagamenn til að fara reglulega í heilaskanna.

Þar sem Lovato verður frá í ótilgreindan tíma hefur hann látið millivigtarbeltið af hendi. Veltivigtarmeistari Bellator, Douglas Lima, fer upp og mætir Gegard Mousasi um lausan titilinn. Bardaginn fer fram þann 9. maí á Bellator 243.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular