Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentRafael Lovato Jr. sigraði Gegard Mousasi

Rafael Lovato Jr. sigraði Gegard Mousasi

Mynd: Bellator.

Bellator 223 fór fram í London um hlegina þar sem nýr millivigtarmeistari var krýndur.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Gegard Mousasi og Rafael Lovato Jr. um millivigtartitil Bellator. Mousasi var ríkjandi meistari en hann hafði varið beltið einu sinni áður.

Lovato Jr. stjórnaði fyrstu tveimur lotunum og fór ekki leynt með áhuga sinn á að taka bardagann í gólfið enda margverðlaunaður í brasilísku jiu-jitsu. Mousasi átti erfitt með að stoppa fellurnar fyrstu tvær loturnar en Mousasi vegnaði betur í 3. lotu. Þá komst Mousasi ofan á í gólfinu og náði að gera ágætis skaða. Mousasi hafði einnig betur í 4. lotu og var því allt undir fyrir 5. og síðustu lotuna.

Lovato Jr. náði Mousasi niður snemma í 5. lotu og hleypti meistaranum ekki aftur upp fyrr en bardaginn kláraðist. Lovato Jr. sigraði því eftir dómaraákvörðun (48-47 hjá tveimur dómurum en þriðji dómarinn skoraði bardagann jafntefli).

Önnur úrslit má sjá hér að neðan:

Melvin Manhoef sigraði Kent Kauppinen eftir dómaraákvörðun.
Aaron Chalmers sigraði Fred Freeman með hengingu (triangle) eftir 4:05 í 2. lotu.
Paul Daley sigraði Erick Silva eftir dómaraákvörðun.
James Gallagher sigraði Jeremiah Labiano eftir dómaraákvörðun
Fabian Edwards sigraði Jonathan Bosuu eftir dómaraákvörðun.
Costello Van Steenis sigraði Mike Shipman með rothöggi eftir 1:34 í 2. lotu.
Charlie Ward sigraði Justin Moore með tæknilegu rothöggi eftir 3:23 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular