Þrír keppendur frá Reykjavík MMA keppa áhugamannabardaga í dag. Þeir Þorgrímur Þórarinsson, Aron Kevinsson og Kristof Porowski berjast allir áhugamannabardaga í MMA í Sheffield í dag.
Bardagarnir fara fram á Caged Steel 23 bardagakvöldinu á Englandi í dag. Þorgrímur (3-1) er þegar ríkjandi meistari hjá Caged Steel í veltivigt (170 pund) og millivigt (185 pund) en fær nú tækifæri á að berjast um 176 punda titil. Þorgrímur getur því bætt þriðja titlinum í safnið en hann mætir Chris Hill (5-2) í dag.
Aron Kevinsson (3-1) mætir ósigruðum Breta, Tom Mullen (7-0), í léttvigt. Kristof Porowsky (1-0) mætir síðan Brad Kittrick (4-1) einnig í léttvigt.
Það eru 38 bardagar á dagskrá og því byrjar þetta snemma í dag. Kristoff er í fyrsta bardaga dagsins og byrjar hann kl. 12 á íslenskum tíma. Talið er að Aron berjist um 14:30 og Þorgrímur kl. 16:00.
Reykjavík MMA mun senda bardagana beint út á Facebook síðu sinni þar sem streymið byrjar ekki fyrr en kl. 15:30. Bardagi Þorgríms verður því á streyminu sem kostar 7,95 pund (1.262 ISK) og má finna hér en Aron og Kristoff verða frítt á Facebook og sennilega Þorgrímur líka.