spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRicardo Lamas mætir Jason Knight - Korean Zombie alvarlega meiddur

Ricardo Lamas mætir Jason Knight – Korean Zombie alvarlega meiddur

Ricardo Lamas hefur fengið nýjan andstæðing á UFC 214. Lamas átti að mæta Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, en hann er hins vegar alvarlega meiddur.

Bardaginn frábæri í fjaðurvigt átti að fara fram á UFC 214 þann 29. júlí. Á dögunum kom í ljós að Jung er meiddur og kemur Jason Knight í hans stað. Knight hefur farið á kostum að undanförnu og unnið fjóra bardaga í röð. Bardagar hans hafa verið stórskemmtilegir að undanförnu en síðast sáum við hann vinna Chas Skelly á UFC 211.

Chan Sung Jung hefur lítið getað barist undanfarin ár og eru þetta því mikil vonbrigði fyrir hann. Jung þurfti að gegna tveggja ára herskyldu í heimalandinu, Suður-Kóreu, en snéri aftur í búrið í febrúar þegar hann sigraði Dennis Bermudez. Það var hans fyrsti bardagi í þrjú og hálft ár en fram að herskyldunni glímdi hann við axlarmeiðsli.

Jung er nú alvarlega meiddur í hnénu en hann sleit bæði krossband (ACL) og innra liðband í hné (MCL). Jung verður frá í um það bil eitt ár en hann er í 5. sæti á styrkleikalista UFC í fjaðurvigtinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular