spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRick Story: „Ég hef gaman af því að fara í búrið og...

Rick Story: „Ég hef gaman af því að fara í búrið og meiða andstæðinginn“

rick story 2Andstæðingur Gunnars Nelson í Svíþjóð, Rick Story, var í hlaðvarpi Gareth Davies nýlega. Í hlaðvarpinu talaði hann um Gunnar Nelson og tækifærið á að berjast í Svíþjóð.

„Þetta er mjög góður bardagi fyrir mig, hann hefur staðið sig frábærlega í UFC. Frá því ég sá hann fyrst berjast vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn,“ sagði Rick Story um Gunnar Nelson en þeir mætast í aðalbardaganum á bardagakvöldinu.

„Ég er mjög spenntur yfir því að fá að berjast við hann, og sérstaklega þarna í Svíþjóð. Hann er heiðursmaður svo það verða engar stimpingar á milli okkar áður en bardaginn hefst. Stílarnir okkar passa mjög vel saman að mínu mati og þetta verður gott tækifæri fyrir mig til að sýna hversu góður ég er,“ en Story æfir hjá The MMA Lab í Glendale Arizona en það eru höfuðstöðvar Ben Henderson, fyrrum léttvigtarmeistara UFC.

Rick Story er reyndur bardagamaður en þetta verður hans 17. bardagi í UFC. „Ég hef gaman af því að fara í búrið og meiða andstæðinginn, ég veit þetta hjlómar eins og ég sé sadisti en mér finnst það gaman. Áður fyrr hafði ég áhyggjur af þolinu mínu og áhyggjur yfir því hvort ég myndi þreytast um of þegar líður á bardagann og það hafði mikil áhrif á frammistöðu mínu. Núna þá nýt ég mín á æfingum og þá gleymi ég öllu öðru.“

Áhorfendur verða væntanlega á bandi Gunnars í Erickson Globe Arena í Stokkhólmi en aðspurður um hvort hann ætli að þagga niður í áhorfendum með sigri sagði hann: „Kannski verða þeir öskrandi þar sem þetta verður svo flottur sigur.“

Það er ljóst að þetta verður erfiðasti andstæðingur Gunnars hingað til og spennandi prófraun fyrir okkar mann. Bardaginn fer fram þann 4. október í Stokkhólmi og hvetjum við alla Íslendinga til að næla sér í miða og styðja okkar mann.

 

 

 

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular