Ronda Rousey er sú eina úr heimi íþrótta sem kemst á lista Fortune tímaritsins 40 Under 40. Tímaritið tilnefnir 40 áhrifamestu einstaklingana undir 40 ára aldri.
Tímaritið metur einstaklingana eftir auðæfum, völdum, afrekum, metnaði og áhrifum þeirra. Rousey er ekki einungis á listanum vegna launa hennar og afreka í búrinu heldur einnig vegna áhrifa hennar utan búrsins.
Þetta er í þriðja sinn sem tímaritið birtir slíkan lista en listann skipa forstjórar, stjórnmálamenn, íþróttamenn, tískufrömuðir og aðrir áhrifamiklir einstaklingar.
„Áhrif hennar hafa aukist hratt á skömmum tíma. Hún hefur leikið í þremur stórum kvikmyndum (Furious 7, The Expendables 3 og The Entourage movie) og mun leika aðalhlutverkið í endurgerð á Road House. Hún birtist óvænt á WrestleMania 31 í mars ásamt vini sínum Dwayne ‘The Rock’ Johnson sem vakti mikla ánægju meðal fjölbragðaglímuaðdáenda. Hún hefur einnig haft hvetjandi áhrif á konur út um allan heim með orðræðu sinni um líkamsímynd sem 3,1 milljón manns hafa horft á. Ræðan var m.a. spiluð á Beyonce tónleikum í september,“ segir í greininni.
Rousey er sú eina úr heimi íþróttanna sem skipa listan en aðrir þekktir einstaklingar sem skipa listann eru Taylor Swift, John Oliver og Jessica Alba. Listann í heild sinni má sjá hér.