Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: 'Judo' Gene LeBell

Goðsögnin: ‘Judo’ Gene LeBell

Gene LeBell

Föstudagsliðurinn okkar, Goðsögnin, er með óvenjulegum hætti í dag enda hefur þessi goðsögn aldrei keppt hefðbundinn MMA bardaga eins og þeir þekkjast í dag.

‘Judo’ Gene Lebell er nafn sem að nýjir aðdáendur MMA hafa eflaust einungis heyrt er þeir fylgjast með bardögum Rondu Rousey. Hann er einn af lærifeðrum hennar og er talinn hafa tekið þátt í einum fyrsta MMA bardaga sögunnar fyrir rúmum 50 árum. Þessi 82 ára ungi maður hefur unnið sér margt til frægðar svo sem að svæfa sjálfan Steven Seagal sem að sögn LeBell missti heila máltíð í nærbuxurnar við átökin.

Hver er ‘Judo’ Gene Lebell? Á ferilskrá sinni er hann margfaldur júdó meistari, keppti í fjölbragðaglímu, þjálfaði, var áhættuleikari, skrifaði bækur og margt fleira. LeBell er með svart belti í júdó og er 10. dan.

roots-of-fight-judo-gene-lebell

Upphafið

Gene LeBell fæddist í Los Angeles árið 1932. Sjö ára gamall byrjaði hann að æfa fjölbragðaglímu hjá Ed ‘Strangler’ Lewis og á ellefta ári fór hann að æfa box hjá ‘Sugar’ Ray Robinson. Sem unglingur fékk hann áhuga á austurleskum bardagalistum og æfði t.d. Taekwondo, Shotokan karate og Kenpo karate. Síðar æfði hann einnig grísk-rómverska og frjálsa glímu og auðvitað júdó.

Það var fáheyrt á þeim tíma að rauðhærður gyðingur færi að æfa júdó en hann æfði undir handleiðslu Japana sem höfðu komið með íþróttina til Bandaríkjanna. Hann keppti í þungavigt og vann til að mynda Amateur Athletic Union National Judo árið 1954 og 1955.

LeBell var þekktur fyrir að keppa í bleikum galla (Gi). Það gerðist upprunalega fyrir mistök er hann var að keppa í Japan og setti gallann í þvott daginn fyrir keppnina. Fyrir mistök var gallinn þveginn með rauðum stuttbuxum og kom bleikur úr þvotti. Þar sem hann var ekki með annan galla til skiptanna keppti hann í bleika gallanum.

Í ellinni hefur sagan reyndar breyst og segir hann að gallinn hafi verið þveginn með blóðugum bol. Að hans sögn vann hann mótið en Japönunum fannst bleiki gallinn mikil móðgun og var baulað á hann. Síðan þá notaði hann bleika gallann til að æfa og keppa í og er það hálfgert einkennismerki hans.

lebellvssavage

Stærstu sigrar

Hann er þekktur fyrir að hafa barist einn fyrsta MMA bardaga sögunnar er hann barðist gegn Milo Savage 2. desember árið 1963. Savage, sem var einn af bestu boxurum síns tíma, hafði látið þau orð falla að júdó væri róna íþrótt. LeBell var fenginn til að berjast við Savage og héldu flestir að hann væri lamb á leið til slátrunar.

Í bardaganum mátti LeBell einungis notast við júdó. Hann gat þó notað þekkingu sína frá æfingum hjá ‘Sugar’ Ray til að tímasetja Savage. LeBell tókst að taka Savage niður og á endanum svæfa hann. Dómarinn vissi ekkert hvað var í gangi og fyrir vikið hélt LeBell svæfingartakinu alltof lengi.

inokiali_large

Fáir vita

Hann var valinn af 200 umsækjendum til að vera dómari í frægasta „boxari gegn glímukappa“ bardaga allra tíma er Muhammad Ali barðist gegn Antonio Inoki í Tókýó. Hann hefur stofnað tvo MMA klúbba og kennt frægum nöfnum á borð við Chuck Norris, fjölbragðaglímukappann ‘Rowdy’ Roddy Piper, Karo Parisyan og Manny Gamburyan. Parisyan og Gamburyan eru báðir þekktir MMA bardagamenn með marga UFC bardaga að baki.

Bruce_Lee_Pic_1

LeBell var áhættuleikari í yfir 100 kvikmyndum, þáttum og auglýsingum. Hann lék t.d. í þremur Elvis Presley myndum og í The Green Hornet með Bruce Lee. Þar urðu þeir vinir og skiptust á að kenna hvor öðrum en LeBell kenndi Lee júdóköst og svæfingartök.

Mynd: USA TODAY Sports
Mynd: USA TODAY Sports

Hvar er hann í dag

Í horninu hjá UFC meistaranum Ronda Rousey. Rousey kallar hann Uncle Gene eða Gene frænda. Hann kynntist móður Rousey áður en hún vann heimsmeistaramótið í Júdó 1984 og hefur þekkt UFC meistarann alla ævi. Ronda Rousey ber viðurnefnið ‘Rowdy’ en nafnið fékk hún lánað frá fyrrum nemanda LeBell, fjölbragðaglímukappanum ‘Rowdy’ Piper.

Þessi mikli meistari er mjög jarðbundinn og hefur aldrei viljað láta mikið fyrir sér fara. Hann er hógvær en þykir mjög hnyttinn og skemmtilegur. Hér að neðan má sjá stutta heimildarmynd um kappann.

Höfundur: Högni Valur Högnason.

spot_img
spot_img
Högni Valur Högnason
Högni Valur Högnason
– Fjólublátt belti í BJJ – Grafískur hönnuður og pappírs pervert – Áhuga MMA penni með ritblindu
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular