Friday, March 29, 2024
HomeErlentRonda Rousey fékk 340 milljónir fyrir bardagann gegn Nunes

Ronda Rousey fékk 340 milljónir fyrir bardagann gegn Nunes

Ronda Rousey Amanda NunesRonda Rousey tapaði fyrir Amöndu Nunes á UFC 207 í nótt. Bardaginn entist stutt en Ronda fékk þó vel borgað fyrir bardagann.

Amanda Nunes kláraði Rondu eftir 48 sekúndur í 1. lotu og náði Ronda varla inn höggi í bardaganum. Óvíst er hvort hún muni snúa aftur í búrið eftir þetta en Ronda fékk að minnsta kosti þrjár milljónir dollara (340 milljónir íslenskra króna) fyrir bardagann.

Þetta eru þó aðeins uppgefin laun frá UFC en inn í þessu eru ekki tekjur af Pay Per View sölunni. Sá hluti gefur bardagamönnum mest og bætast þar við nokkrar milljónir dollara.

Bantamvigtarmeistarinn Amanda Nunes fékk að minnsta kosti 250.000 dollara eða 28,4 milljónir íslenskra króna. Nunes fékk 50.000 dollara frammistöðubónus en hún fær líka hluta af Pay Per View sölunni.

Dominick Cruz fékk 350.000 dollara (39,7 milljónir íslenskra króna) og er einnig sagður fá hluta af Pay Per View sölunni. Cody Garbrandt fékk 200.000 dollara og 50.000 dollara bónus líkt og Nunes.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular