spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey mun sennilega hætta 31-32 ára

Ronda Rousey mun sennilega hætta 31-32 ára

UFC On FOX VIP PartyRonda Rousey var gestur í hlaðvarpi Joe Rogan á dögunum. Margt áhugavert kom fram í þættinum og talaði Rousey m.a. um hversu lengi hún muni berjast.

„Mig langar ekki að berjast mikið eftir þrítugt. Um þrítugt þá meina ég 31-32 ára,“ sagði Rousey. Bardagakonan vinsæla er 28 ára og gæti því aðeins átt 3-4 ár eftir í MMA. Hún er með mörg járn í eldinum en tvær kvikmyndir með henni komu út á þessu ári. Þá mun hún leika í myndinni Mile 22 í janúar og í bígerð er mynd byggð á ævi hennar þar sem Rousey leikur sjálfa sig.

„Ferillinn minn er ekki búinn. Ég á eftir að áorka meiru, mér finnst ég ekki búin ennþá. Ef þú vinnur gull á Ólympíuleikunum ertu búin [að ná toppnum]. Hvenær er ég búin í UFC?“

Aðspurð um hvort bardagi gegn Cyborg Justino gæti hjálpað henni að finnast ferillinn búinn segir hún svo vera. „Bardagi gegn Cyborg gæti hjálpað. Ég mun eflaust bíða aðeins lengur eftir að hún komi niður í minn flokk, sjá hvort hún komi ekki fyrr en seinna. Ég veit þó ekki hversu lengi ég mun keppa.“ Cyborg Justino berst í 145 punda flokki í öðrum bardagasamtökum og óvíst hvort hún geti komist í 135 punda bantamvigtina.

Hlapvarpið var verulega áhugavert en Rousey var ekki eini gestur þáttarins. Yfirþjálfari hennar, Edmond Tarverdyan, var einnig í þættinum en allan þáttinn má hlusta á hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular