0

Myndband: Óborganleg ummæli Conor McGregor

Það var mikið að gera hjá Conor McGregor í gær. Í hádeginu var sérstakur hádegisverður með fjölmiðlum þar sem McGregor lét allt flakka. Síðar um kvöldið fóru upptökur á UFC Tonight fram þar sem McGregor hélt áfram.

Upptökum á The Ultimate Fighter er nú lokið og fer 1. þáttur í loftið næsta miðvikudag. Þar þjálfar McGregor lið Evrópumanna á meðan Urijah Faber þjálfar lið Bandaríkjanna. Þeir eru nú að kynna seríuna og var McGregor því bæði gestur í UFC Tonight og á sérstökum fjölmiðla hádegisverði í gær (sjá ofar).

Að venju lét McGregor nokkur óborganleg ummæli flakka. Það er í raun óþarfi að þýða ummælin og skulum við leyfa þeim að halda sér í upprunalegri mynd.

McGregor hitti Jose Aldo við upptökur á The Ultimate Fighter þáttunum. Hann sagðist hafa verið glaður að sjá hann og heilsaði upp á hann. „I went over and shook his hand and cuddle him and told him everything will be ok, it will be over soon. Just show up and fight like a man, stop running.“

Hann lét Faber þó ekki vera og sagði m.a. „Dress your age. You dress like a 50-year-old skateboarder.“

Þá sagði hann Aldo vera Do Nothing Bitch. „Because Jose is a Do Nothing Bitch as Ronda would say, he fights very, very little.“ Sjón er þó sögu ríkari og get lesendur horft á þessi kostulegu viðtöl hér að neðan.

Hér er hann í UFC Tonight að tala um bardagann gegn Aldo.

Hérna tala þeir McGregor og Faber um 22. seríu TUF.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.