spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRory MacDonald á leið í Bellator

Rory MacDonald á leið í Bellator

rory macdonaldRory MacDonald er sagður vera á leið í Bellator. Heimildir MMA Fighting herma að MacDonald sé nálægt því að skrifa undir og það sé í raun bara formsatriði.

Fyrr í dag sáum við að Rory MacDonald var ekki lengur á topp 15 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. MacDonald var í 3. sæti listans og var í kjölfarið mikil breyting á listanum.

MacDonald hefur fengið gott samningsboð frá Bellator og kaus UFC að jafna það ekki í gærkvöldi. Samningur Rory MacDonald við UFC lauk eftir bardaga hans við Stephen Thompson en MacDonald vildi kanna virði sitt á opnum markaði.

MacDonald á enn eftir að skrifa undir samninginn við Bellator en það er sagt vera einungis tímaspursmál.

Þetta eru stórar fréttir enda er MacDonald án efa einn besti veltivigtarmaður heims. MacDonald var 9-4 í UFC og verður þetta góð viðbót við veltivigt Bellator.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular