spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRousimar Palhares alltof þungur í vigtun eftir misskilning

Rousimar Palhares alltof þungur í vigtun eftir misskilning

Rousimar Palhares mætir Craig Jones á Kasai Pro 3 glímukvöldinu á morgun. Palhares var alltof þungur í vigtuninni í dag og mun glíman fara fram í opnum flokki.

Upphaflega átti glíma Craig Jones og Palhares að vera í 185 pundum (83,9 kg). Mótshaldarar breyttu þyngdinni þegar Palhares tjáði þeim að hann myndi ekki ná vigt og áttu því báðir keppendur að vera 200 pund (90,9 kg) í vigtuninni í dag (föstudag). Þyngdartakmörkum var því hent út um gluggann og verður glíman í opnum flokki.

Palhares var 218 pund (99,1 kg) í vigtuninni fyrir glímuna í dag en Jones 204,6 pund (93 kg). Nýlega vakti ofangreind mynd af Palhares mikla athygli þar sem hann var einfaldlega hrikalega stór. Einhverjir samskiptaörðugleikar virðast hafa átt sér stað á milli mótshaldara og Palhares en Palhares taldi að engin þyngdartakmörk væru fyrir glímuna. Jones samþykkti svo í dag að hafa glímuna í opnum flokki.

Palhares barðist áður fyrr í 77 kg veltivigt í MMA en hefur sagt að hann ætli sér aftur upp millivigt fyrir sinn næsta MMA bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular