0

Myndband: James Gallagher rotaður í 1. lotu

Fyrsta tap Íslandsvinarins James Gallagher leit dagsins ljós í gær. Bardaginn fór fram á Bellator 204 í gær og var Gallagher rotaður í 1. lotu.

James Gallagher (7-1) hefur gert það afar gott síðan hann samdi við Bellator. Gallagher vann fyrstu fjóra bardaga sína í Bellator en í þetta skipti barðist hann í bantamvigt eftir að hafa alla tíð barist í fjaðurvigt sem atvinnumaður. Scott Coker, forseti UFC, sagði fyrir bardagann að Gallagher gæti fengið titilbardaga í bantamvigtinni með sigri.

Bardaginn fór ekki eins og Gallagher vonaði en hann var rotaður af Ricky Bandejas í 1. lotu. Gallagher var með kjaft við Bandejas fyrir bardagann og svaraði Bandejas í sömu mynt eftir rothöggið.

Það hlakkaði í mörgum eftir tapið hjá Gallagher enda lætur hann vel í sér heyra á samfélagsmiðlum og í viðtölum.

Á kvöldinu var líka ansi furðulegt rothögg hjá David Michaud gegn Corey Davis.

Svo virðist sem Davis hafi vankast við að detta á rassinn en í sannleika sagt er mjög erfitt að sjá hvað gerðist þarna.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.