spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentWanderlei Silva býður sig fram á þing

Wanderlei Silva býður sig fram á þing

Wanderlei Silva ætlar að bjóða sig fram til brasilíska þingsins í október. Kosningarnar fara fram aðeins átta dögum eftir hans næsta bardaga og gæti það verið hans síðasti bardagi.

Hinn 42 ára Wanderlei Silva ætlar að demba sér í pólitík. Wanderlei hefur talað um áform sín að fara á þing í Brasilíu síðan 2014 en núna ætlar hann að bjóða sig fram í fyrsta sinn. Þetta tilkynnti hann á Instagram á dögunum.

Kosningarnar fara fram í október en verði hann kjörinn mun hann hefja störf í ársbyrjun 2019. Wanderlei mætir Quinton ‘Rampage’ Jackson á Bellator 206 þann 29. september en þetta verður í fjórða sinn sem þeir mætast. Það yrði sennilega síðasti bardagi ferilsins ef Wanderlei nær kjöri en hann vill þó ekki útiloka endurkomu í búrið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular