spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRousimar Palhares þreytir frumraun sína í veltivigt í kvöld

Rousimar Palhares þreytir frumraun sína í veltivigt í kvöld

Palhares í millivigtPalhares í millivigt

 

Brasilíski bardagakappinn Rousimar Palhares (14-5) hefur létt sig töluvert og mun í fyrsta sinn keppa í veltivigtarflokki gegn hinum reynslumikla Mike Pierce (17-5) í kvöld. Palhares, sem er mikill sérfræðingur í uppgjafarglímu, hefur keppt í millivigt síðan hann þreytti frumraun sína í MMA árið 2006. Síðan 2008 hefur hann verið hluti af UFC og keppt við menn svo sem Dan Henderson, Nate Marquardt og Dan Miller.

Palhares er svartbeltingur í BJJ og vann m.a. silfur í -88kg flokki ADCC árið 2011, þar sem hann kláraði fyrstu þrjá andstæðinga sína með fótalás, en tapaði svo fyrir André Galvao í úrslitunum. Palhares hefur einmitt helst verið þekktur fyrir fótalása, en af sjö sigrum hans í UFC hafa fjórir komið með uppgjöf útaf fótalás og er það er met í UFC. Palhares hefur átt misjöfnu gengi að fagna í millivigtinni og vilja margir meina að hann sé of lágvaxinn fyrir þann flokk, en hann er einungis 172 cm á hæð. Eins og sjá má af myndum fyrir ofan bætti hann það hinsvegar upp með miklum vöðvamassa og er óhætt að fullyrða að flestir millivigtarmenn í UFC höfðu áhyggjur af hælkrókum
(e. heelhook) Palhares.

Nú hefur hann ákveðið að létta sig töluvert og mun hann því keppa nærri sínum náttúrulega þyngdarflokki. Hvort það muni skila sér í betri frammistöðu gegn Mike Pierce verður að koma í ljós, en þó má telja líklegt að úthald Palhares verði betra í millivigtinni. Palhares hefur tapað síðustu tveim bardögum sínum og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að halda sér í UFC. Pierce hefur aftur á móti unnið síðustu fjóra bardaga sína í veltivigtinni og er á góðu skriði. Þessi munur í gengi endurspeglast í stuðlum veðbanka vestanhafs, en Palhares er talinn talsverður “underdog” samkvæmt þeim. Þó vilja sumir meina að Pierce sé of lítill til að keppa í veltivigtinni og að hann væri betur til þess fallinn að keppa í léttvigtinni. Þessir tveir kappar eiga það sameiginlegt að hafa staðið sig vel gegn minni spámönnum en síðan átt það til að tapa gegn sterkari andstæðingum. Pierce hefur t.d. tapað gegn Mark Munoz, Johny Hendricks og Josh Koscheck á meðan Palhares hefur tapað gegn Dan Henderson, Nate Marquardt, Alan Belcher og Hector Lombard.

Þessi bardagi mun líklegast ákvarðast af því hvort Palhares takist með stærð sinni og styrk að ná Pierce niður á mottuna eða hvort Pierce, sem er NCAA Divison 1 glímumaður, takist að halda bardaganum standandi. Ef Pierce tekst að halda bardaganum standandi verður hann að teljast líklegri til að fara með sigur af hólmi. Nái Palhares bardaganum á jörðina verður það að teljast líklegt að BJJ hæfileikar hans muni tryggja honum sigurinn.

Hér má sjá “face-off” hjá Palhares og Pierce í vigtun í gær (á 17. mínútu):

 

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

4 COMMENTS

  1. […] Þessi bardagi er mjög áhugaverður! Palhares berst nú í fyrsta sinn í veltivigt eftir 2 töp í röð í millivigtinni. Tölfræðin sýnir að það að færa sig um þyngdarflokk hefur ekki reynst skipta miklu máli fyrir feril bardagamanna í flestum tilvikum en það verður áhugavert að sjá hvernig Palhares höndlar breytinguna. Palhares er fótalása sérfræðingur og hefur unnið 4 bardaga í UFC á fótalásum. Hægt er að lesa meira um Palhares hér: https://mmafrettir.is/rousimar-palhares-threytir-frumraun-sina-i-veltivigt-i-kvold/ […]

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular