spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRuglingslegt ástand í léttvigt

Ruglingslegt ástand í léttvigt

Bardagi Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov er staðfestur sem aðalbardaginn á UFC 223 í apríl. Nokkur óvissa ríkir um hvaða belti er í húfi enda er Conor McGregor enn sem komið er ríkjandi léttvigtarmeistari.

Tony Ferguson varð bráðabirgðarmeistari UFC í léttvigtinni eftir sigur á Kevin Lee í október. Talið var að hans næsti bardagi yrði gegn Conor McGregor þar sem beltin yrðu sameinuð. Conor virðist hins vegar ekkert vera á leiðinni að snúa aftur.

Þeir Khabib og Ferguson eru samt að berjast um alvöru léttvigtartitil UFC. Í öllu kynningarefni UFC fyrir bardagann er talað um „Undisputed lightweight title“. Dana White sagði þó á blaðamannafundinum sem haldinn var fyrir helgi að ekki væri búið að svipta Conor titlinum. Ætlar UFC þá að vera með tvo alvöru meistara eftir bardaga Khabib og Ferguson þann 7. apríl?

Ástandið í léttvigtinni er ruglingslegt og það pirrar Tony Ferguson. „Þetta pirrar mig, þetta pirrar mig rosalega mikið. Ég er meistari og við vitum ekki hvort við erum að berjast um alvöru beltið eða ekki. Hvað í fjandanum er málið? Dana White segir eitt við okkur og svo að Conor sé meistari við aðra. Ég elska Dana, en hvað er í gangi? Er ég meistarinn eða ekki?,“ sagði Tony Ferguson í The MMA Hour á mánudaginn.

https://www.youtube.com/watch?v=QJ_WCXA24-I

Dana White, forseti UFC, gat ekki gefið skýrt svar á föstudaginn hvort Conor yrði sviptur eða ekki. Kannski mun ástandið skýrast þegar nær dregur bardaganum en þetta er óþægilegt fyrir Ferguson og ruglingslegt fyrir aðdáendur.

„Það var eins og þeim þætti vandræðalegt að fá þessar spurningar eða svara þeim. Þeir vita ekki hvað er í gangi,“ sagði Ferguson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular