spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRyan Hall: Mjög erfitt að fá bardaga

Ryan Hall: Mjög erfitt að fá bardaga

Ryan Hall dvaldi hér á landi fyrr á árinu og tók nokkrar æfingar með Gunnari Nelson auk þess sem hann hélt BJJ námskeið. Við spjölluðum við hann um MMA ferilinn, BJJ í MMA og fleira.

Ryan Hall er einn besti gólfglímumaður heims og sést nú í 22. seríu The Ultimate Fighter. Þar hefur hann sigrað báða bardaga sína með hælkróki (e. heelhook) og þykir sigurstranglegur í seríunni. Hall hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum á MMA ferli sínum en eftir góðan árangur í BJJ skipti hann alfarið yfir í MMA árið 2012.

„Það hefur verið mjög erfitt að fá bardaga. Fimm andstæðingar hafa hætt við sem er mjög pirrandi en að sama skapi hef ég fengið tækifæri á að bæta tæknina mína. Ég hef fengið tækifæri til að æfa með mönnum eins og Gunna [Gunnar Nelson], Kenny Florian sem hefur reynst mér afar vel, Stephen ‘Wonderboy’ Thompson í Suður-Karólínu og æft hjá Tristar í Kanada. Þannig hef ég fengið tækifæri til að bæta mig og hef lært mjög mikið. Það er bara spurning um að fá einhvern í hringinn með mér en vonandi gerist það bráðum,“ segir Hall en viðtalið var tekið áður en hann komst í TUF.

Þetta er fyrri partur viðtalsins okkar við Hall en seinni parturinn kemur á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular