Þær leiðinlegu fréttur voru að berast nú fyrir skömmu að andstæðingur Gunnars Nelson, Ryan LaFlare, hefur dregið sig úr bardaganum. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings í hans stað.
Þetta eru leiðinlegar fréttir fyrir bardagaáhugamenn enda Ryan LaFlare spennandi andstæðingur. Ekki er vitað að svo stöddu hvers vegna LaFlare dróg sig úr bardaganum en líklegast er það vegna meiðsla. Þetta kom fram á Twitter síðu UFC í Bretlandi nú í morgun.
Zak Cummings er ekki á topp 15 í veltivigtinni líkt og Ryan LaFlare en Gunnar er í 13. sæti. Cummings er þekktastur fyrir að hafa verið meðlimur í 17. seríu The Ultimate Fighter. Cummings hefur sigrað báða UFC bardaga sína, annan eftir uppgjafartak og hinn eftir dómaraákvörðun. Bardagaskor hans er mjög gott en hann hefur sigrað 17 bardaga en aðeins tapað þremur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnar fær nýjan andstæðing. Áður en hann barðist sinn fyrsta UFC bardaga gegn Damarques Johnson átti hann upphaflega að berjast við Pascal Krauss sem meiddist, svo Rich Attonito um skamma stund áður en Johnson steig upp. Fyrir bardagann gegn Jorge Santiago átti Gunnar að mæta Justin Edwards sem meiddist. Enn einu sinni fær Gunnar nýjan andstæðing en þetta er ótrúleg tilviljun hversu oft andstæðingar hans meiðast.
he’s cumin for u Gunni