Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaWanderlei Silva út - Vitor Belfort inn gegn Sonnen

Wanderlei Silva út – Vitor Belfort inn gegn Sonnen

Chael-Sonnen-Wanderlei-SilvaSvo virðist vera að hætt sé við bardagann á milli Chael Sonnen og Wanderlei Silva. Í stað Silva kemur hinn ávallt skrautlegi Vitor Belfort en bardaginn mun fara fram á UFC 175.

Belfort var upprunalega ætlað að keppa á móti Chris Weidman fyrir millivigtarbeltið á þessu sama bardagakvöldi en vegna nýlegra breytinga á lyfjareglum var honum skipt út fyrir Lyoto Machida. Því hlítur það að teljast vera salt í sárið að þurfa að keppa á sama kvöldi og Weidman gegn Machida en með sigri á Sonnen er Vitor vís með það að fá annað tækifæri á titlinum.

Margir verða eflaust vonsviknir vegna þessara frétta en rígurinn milli Sonnen og Silva hefur verið til staðar  í dágóðan tíma sem hefur leitt til margra skemmtilegra uppákomna og riflilda. Var þeim ætlað að berjast eftir að hafa þjálfað andspænis hvor öðrum í raunveruleikaþáttunum TUF Brazil. Þar lentu þeir jafnvel í áflogum við upptökur þáttarins þegar æst riflildi á sviðinu enduðu með slagsmálum og þurfti að aðgreina þá frá hvor öðrum.

Vitor-Belfort1Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú staðreynd að Wanderlei Silva mætti ekki í læknisskoðun sem bardagamönnum er skylt að fara í fyrir bardaga. Engar útskýringar á fjarveru Silva hafa komið á yfirborðið enn sem komið er.

Það má því segja að spádómur Chael Sonnen hafi ræst en hann grínaðist oft með það í viðtölum að Wanderlei Silva myndi aldrei þora að berjast við sig og myndi reyna koma sér undan bardaganum á hvaða hátt sem hann gæti. Bardaginn milli þeirra mun þó ekki gerast í bráð ef nokkurn tíman. Það má þó telja líklegt að Sonnen skori Silva strax á hólm skildi hann tapa á móti Vitor Belfort.

Erfitt er að ímynda sér næsta skref fyrir Wanderlei Silva þar sem þetta á eftir að setja svartan blett á annars glæstan feril hans. Hann er nú orðinn 37 ára gamall og ekki margir stórir bardagar sem eru honum í boði eins og er. Hugsanlega gæti hann fengið að keppa aftur á móti gömlum kempum eins og Dan Henderson.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular