spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSagan af Thiago Silva

Sagan af Thiago Silva

silva

Það var á fimmtudag í síðustu viku sem UFC bardagamaðurinn til átta ára, Thiago Silva, var handtekinn í Oakland Park í Flórída. Samkvæmt frásögn lögreglu hafði Thiago sent fyrrverandi eiginkonu sinni, Thaysa Silva, hótanir með sms skilaboðum á miðvikudag. Næsta dag á Thiago að hafa mætt ölvaður eða á lyfjum (eða bæði) fyrir utan BJJ skóla Pablo Popovitch þar sem Thaysa æfir. Samkvæmt lögregluskýrslu hótaði hann að vaða inn í BJJ skólann og drepa alla þar inni ef Popovitch kæmi ekki út að tala við sig. Hann á að hafa ógnað henni og Popovitch með byssu fyrir utan skólann. Þau fóru svo inn, læstu og hringdu á lögregluna. Thiago fór í kjölfarið heim til sín þar sem það tók lögregluna fjórar klukkustundir að ná honum út. Hann var handtekinn og situr enn inni.

Thiago Silva varð gjörsamlega trylltur þegar hann komst að því að eiginkona hans og Popovitch, þjálfari hennar, ættu í ástarsambandi. Þau hjónin hafa verið skilin að borði og sæng í u.þ.b. eitt ár og Silva sjálfur átt nokkrar kærustur. Thaysa Silva er sjálf svart belti í BJJ og æfir hjá Popovitch sem er einn besti glímumaður veraldar.

thiago_silva_arrest

Vegna þess að Thiago Silva er bardagamaður og er ógnandi útlitslega virtist dómarinn hræddur við að sleppa honum. Ekki hjálpaði atvik í lok janúar en þá á Thiago Silva að hafa haldið Thaysa og troðið byssu upp í munninn á henni. Mikið af þessu byggist á frásögn Thaysa en það er erfitt að trúa því að Silva sé alsaklaus. Lögfræðingur Silva hefur bent á að Silva hefur ekki verið dæmdur fyrir neinn glæp og er því saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta er auðvitað rétt en Dana White, forseti UFC, var ekki lengi að reka Silva þegar fréttir af handtökunni bárust.

silva handtekinn

En hvað veldur? Af hverju hagar vel launaður íþróttamaður sér svona? Það er gott að kafa aðeins í fortíðina til að skilja hann betur. Thiago Silva ólst upp í fátækrahverfi í São Paulo í Brasilíu þar sem hann varð vitni að miklu ofbeldi og þurfti að vinna fyrir sér frá níu ára aldri. Þegar hann var 13 ára flúði hann að heiman til að flýja ofbeldisfullan föður sinn. Hann þurfti að bjarga sér á götunni en kom sér einhvern veginn í gegnum menntaskóla. Hann byrjaði ekki að æfa MMA fyrr en hann var 18 ára en hann fékk að æfa gegn því að þrífa æfingasvæðið þar sem hann átti enga peninga.

Thiago barðist átta sinnum í Brasilíu áður en hann vakti athygli í Pancrase í Japan árið 2007. Í kjölfarið fékk hann tækifæri í UFC þar sem hann sigraði sína fyrstu fjóra bardaga og mætti Lyoto Machida í UFC 94 þar sem hann tapaði í fyrsta sinn.

silva machida

Eftir það var ferill hans stormasamur. Hann vann Keith Jardine en tapaði fyrir Rashad Evans. Sigraði svo Brandon Vera og leit mjög vel út en féll á lyfjaprófi svo niðurstaðan var gerð ógild (no contest). Reyndar féll hann ekki beinlínis á prófinu heldur skilaði hann inn einhverju sem virtist vera dýrahland. Næst tapaði hann fyrir Alexander Gustafsson í Svíþjóð en sigraði svo Stanislav Nedkov í Kína. Reyndar varð sá bardagi líka ógildur þar sem marijúana mældist í blóði Silva eftir bardagann. Eftir það rotaði hann Feijao Cavalante í Brasilíu og vann Matt Hamill á stigum þar sem hann náði ekki þyngd og kom yfir 205 punda mörkunum.

Rafael Cavalcante vs. Thiago Silva 3

Saga Thiago Silva er ótrúlega mögnuð en sorgleg á sama tíma. Sagan af götustráknum sem meikar það í bardagaíþróttum er langt frá því að vera einsdæmi en hún er algengari í t.d. hnefaleikum en MMA. Erfið fortíð manna á það til að elta þá og breyta þeim, öll klysjan um syndir feðranna. Sama hversu vel gengur virðist vera innbyggð sjálfseyðingarhvöt í mönnum eins og Thiago Silva sem þeir geta ekki flúið.

tsilva01

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular