Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaÖflugir bardagamenn aðstoða Gunnar Nelson

Öflugir bardagamenn aðstoða Gunnar Nelson

Cathal_Pendred_Cage_Warriors_49Írsku bardagamennirnir Cathal Pendred og James Gallagher komu til landsins í gær en þeir munu dvelja hér næstu vikurnar. Yfirþjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, kemur í næstu viku en þeir munu allir aðstoða Gunnar við undirbúning hans fyrir bardagann gegn Omari Akhmedov ásamt Keppnisliði Mjölnis.

Cathal Pendred er 26 ára með 13 sigra, 2 töp og 1 jafntefli að baki. Hann er einn af keppendunum í 19. seríu The Ultimate Fighter raunveruleikaseríunnar en þættirnir verða sýndir síðar á árinu. Pendred er stór veltivigtarmaður en hann sigraði síðast fyrrum UFC kappann Che Mills með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

James Gallagher er aðeins 17 ára gamall og þykir gríðarlegt efni. Hann er með fjólublátt belti í BJJ og hefur keppt í MMA frá því hann var 13 ára. Hans næsti bardagi fer fram í Cage Contender þann 26. apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan er stutt heimildarmynd um Gallagher en hugarfarið hans er greinilega til fyrirmyndar.

Þá mun Ingþór Örn Valdimarsson, yfirþjálfari Fenris á Akureyri, æfa með Keppnisliði Mjölnis í næstu viku en hann er einn af allra bestu glímumönnum landsins og hefur einnig stundað sparkbox lengi. Ingþór keppti sinn eina MMA bardaga til þessa sama kvöld og Gunnar keppti í fyrsta sinn í MMA í Adrenaline 1 bardagasamtökunum. Undirbúningur Gunnars er nú á lokastigi og ljóst að Gunnar hefur fjöldan allan af hæfileikaríkum æfingarfélögum. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London þann 8. mars.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular