spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSage Northcutt fær annan bardaga í desember

Sage Northcutt fær annan bardaga í desember

sage northcuttNýstirnið Sage Northcutt er kominn með sinn næsta bardaga í UFC. Hann mætir Cody Pfister þann 10. desember í ofurviku UFC í desember.

Sage Northcutt skaust upp á stjörnusviðið fyrr í október með sannfærandi sigri á Francisco Trevino á UFC 192. Þetta var aðeins hans sjötti bardagi á ferlinum en þessum 19 ára strák er spáð bjartri framtíð í MMA.

Northcutt mætir Pfister á UFC Fight Night 80 fimmtudagskvöldið 10. desember. Kvöldið er fyrsta bardagakvöldið af þremur á þremur dögum í Las Vegas. UFC 194 fer fram tveimur dögum síðar og verður eitt stærsta bardagakvöld ársins en þar mætir Conor McGregor Jose Aldo og Gunnar Nelson mætir Demian Maia.

Cody Pfister hefur sigrað einn og tapað einum bardaga í UFC. Hann sigraði Yosdenis Cedeno á UFC 189 í júlí eftir að hafa tapað fyrsta bardaga sínum í UFC gegn James Moontasri.

UFC ætlar sér greinilega að byggja Northcutt upp hægt og rólega enda er drengurinn aðeins 19 ára gamall. Northcutt tók sinn fyrsta atvinnumannabardaga í nóvember 2014 svo hann mun hafa verið atvinnumaður í rúmt ár þegar hann tekur sinn annan bardaga í UFC.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Joanne Calderwood og Paige VanZant.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular