spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSaknar UFC GSP og Silva?

Saknar UFC GSP og Silva?

cain
Cain Velasquez er langbesti þungavigtarmaður heims.

MMA hefur verið vinsælt í stuttan tíma miðað við íþróttir eins og fótbolta og körfubolta. Innan UFC hafa orðið til nokkrar stjörnur eins og Randy Couture, Chuck Liddel, Tito Ortiz og fleiri. Þegar byrjaði að hægast á þeim urðu aðrar stjörnur til eins og Georges St. Pierre (GSP), Anderson Silva og Brock Lesnar. Þeir þrír hafa verið þeir söluhæstu þegar kemur að “pay per view” (PPV) sölum fyrir UFC en enginn af þeim er að fara að berjast á næstunni.

Því miður fyrir UFC þá er ekki til uppskrift af því hvernig eigi að búa til stjörnu sem selur PPV. Persónuleiki og auðvitað hæfileikar skipta mestu máli. Ef hæfileikarnir væru það eina sem bardagamaður þyrfti að hafa þá væri Jose Aldo með söluhærri mönnum. Aldo er því miður ekki með söluhæstu mönnum og hefur til dæmis tvisvar verið undir 250 þúsund kaupum sem er ekki mikið fyrir einn besta bardagamann heims.

Jon Jones hefur ekki náð þeim vinsældum sem UFC vonaðist eftir. Hann hefur gert samning við risa styrktaraðila á borð við Nike og Gatorade en samt hefur hann ekki náð yfir 700 þúsund kaup. Venjan er að hann sé með um 300 til 500 þúsund kaup. Cain Velasquez er þungavigtarmeistari UFC og á þar með að vera “the baddest man in the world”. Það ætti að gefa þér gott forskot og sú staðreynd að hann sé af mexíkóskum ættum (í boxinu er stór hluta af PPV sölunni frá fólki af mexíkóskum ættum) en það hefur ekki gert Velasquez að þeim gullkálfi sem Brock Lesnar var. 

Ronda Rousey er líklegust til þess að taka við af GSP en UFC þarf að finna verðuga andstæðinga fyrir hana. Hún náði 450 þúsund kaupum gegn Liz Carmouche og einni milljón gegn Mieshu Tate en þá var Anderson Silva í aðalbardaga kvöldsins.

Ronda Rousey, Chris Weidman, Jon Jones og Cain Velasquez eru allt stjörnur en spurningin er hversu hátt stjörnur þeirra munu rísa. Öll hafa þau hæfileikana. Öll hafa veikleika og styrkleika en hver af þeim getur hjálpað UFC að verða enn stærra en það er í dag? Rousey hefur athyglina, hún er hæfileikararík, falleg og hefur mikinn persónuleika. Líkt og með Floyd Mayweather vilja allir sjá hvort þau tapi eða vinni. Velasquez hefur það að vera langbestur í þungavigt og að vera af mexíkóskum uppruna en virðist ekki hafa persónuleikann til að selja risabardaga. Það á svo eftir að koma í ljós í maí þegar Weidman ver belti sitt hversu stór stjarna hann er.

Hver haldið þið að sé sá sem muni rísa á topp UFC fjallsins eftir brotthvarf Georges St. Pierre og Anderson Silva?

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular