Sara Dís Davíðsdóttir er stödd í Phuket, Tælandi þar sem hún tók þátt og sigraði sinn flokk á ADCC Open. Hún náði einnig í silfur verðlaun í opnum flokki. Hún vann tvær glímur með Guillotine og Raer Naked Choke en tapaði á stigum í úrslitum opna flokksins.
Glímukappar Mjölnis hafa verið að kynna Ísland mjög vel fyrir restinni af heiminum en Breki Harðar sigraði einnig ADCC Open í Danmörku á dögunum.
Sara hefur verið að æfa í Bangtao MMA/Muay Thai gymminu þar sem Hickman bræðurnir og Alex Schild eru að þjálfa. Alexander Volkanovski á hlut í þessu gymmi og þangað koma reglulega stór nöfn í bardagasenunni. Á þeim stutta tíma sem Sara Dís hefur verið þar við æfingar hafa nú þegar Jon Jones og Khamzat Chimaev mætt, æft og þjálfað.
Leið Söru liggur svo m.a. til Bali, Filippseyja, Víetnam og aftur til Tælands. Hún ætlar að reyna að æfa í hinum ýmsu gymmum eins og t.d. Woven Jiu Jitsu á Bali þar sem Ómar Yamak er að fara að þjálfa og hyggst hún sækja sér sem allra mestu reynslu, aðallega í MMA, en hún stefnir á að fara keppa í MMA einnig.
Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála hjá Söru en hún er vel þekkt innan glímusenunnar á Íslandi og verður að spennandi að fylgjast með henni stíga sín fyrstu skref í blönduðum bardagalistum og bætast við afar sterkt keppnislið Mjölnis.