Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSebastian Brosche: "Það er töfrum líkast hvað jóga getur gert fyrir mann"

Sebastian Brosche: “Það er töfrum líkast hvað jóga getur gert fyrir mann”

Sebastian Brosche er einn af bestu brúnbeltingum í heimi. Brosche heldur úti vefsíðunni yogaforbjj.net en sú síða nær einstaklega vel að brúa bilið milli glímu og jóga.  MMA Fréttir tók tal af kappanum.

Brosche er sigursæll glímukappi og er margverðlaunaður á stórum alþjóðlegum mótum. Hann hefur sigrað þekkt nöfn á borð við Joao Miya og Kit Dale og er mikill jógaunnandi. Það sem gerir Brosche sérstakan er hvernig hann hefur notað jóga til að bæta frammistöðu sína í brasilísku Jiu jitsu (BJJ).

Hér er dæmi um hvernig myndbönd yoga for bjj býður upp á.

Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér:

Ég er frá Lapplandi í Svíþjóð en bý nú í Osló ásamt kærustunni minni Stine Hegre. Árið 2007 skipti ég alfarið úr júdo yfir í BJJ eftir að hafa verið virkur keppandi í júdó í mörg ár.  Ég vann bæði minn flokk og opna flokkinn sem fjólublátt belti á heimsmeistaramótinu í jiu jitsu (mundials) 2010 og árið 2013 vann ég minn flokk sem brúnt belti í Abu Dhabi Pro 2013.

Er BJJ vinsælt í Noregi?

Noregur, eins og flest önnur lönd í Skandinavíu, er aðeins á eftir í alþjóðlegum straumum sem að mínu mati er gott þar sem það gefur þér tækifæri til að vera fyrstur og bestur í því sem þú gerir. Ég æfi í Frontline Academy ásamt mjög mörgum metnaðarsömum iðkendum.  Þú getur bankað þar upp á hvenær sólarhrings sem er og þá eru einhverjir að rúlla. Í Osló eru fleiri klúbbar til að æfa BJJ án þess að ég þekki vel til þeirra, en það er ánægjulegt að það sé úr miklu að velja fyrir iðkendur.

Af hverju byrjaðiru að stunda jóga?

Sannleikurinn er sá að stífar æfingar út í eitt leiða ekki alltaf til árangurs. Orðinn hálfbugaður af meiðslum og takmarkaðri hreyfigetu var ég svo heppinn að kynnast yndislegum jógakennara sem opnaði huga minn fyrir jóga.  Það er töfrum líkast hvað jóga getur gert fyrir mann.

Hvernig getur jóga hjálpa þeim sem æfa BJJ?

Af lista hundruð atriða eru hér nokkur dæmi:

Aukinn liðleiki – Fleiri möguleikar á brögðum og undankomuleiðum úr slæmum stöðum, fleiri “escapes” verða aðgengileg.

Betri nýting á orku  – Getur hreyft líkamann með minni áreynslu.

Aukinn staðbundinn styrkur – Að halda “side control” eða “mount” á eftir að vera auðveldara eftir að hafa stundað jóga í smá tíma.

Betri öndun – Ekki vanmeta hvað öndun skiptir miklu máli í glímu. Allir byrjendur eiga í vandræðum með öndun þegar þeir glíma. Jógaiðkun bætir öndun hjá byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Jafnvægi og stöðugleiki – Verður sterkari í því að verjast sópun og standandi glíman eflist mjög við að styrkja jafnvægisvöðvana.

Andlegur skýrleiki – Tekur tíma að finna fyrir þessum áhrifum jógaiðkunar.  Ef þú hugsar minna geturu brugðist við aðstæðum fyrr.  Jóga hjálpar þér sannarlega að halda ró þinni í glímuhasarnum.

Hvaða jógastöðum eða æfingum mæliru með fyrir BJJ iðkendur?

Fyrsta skrefið er að læra sólarhyllingar rútínuna (sun salutation) en hún er grunnurinn sem flestir jógatímar byggja á.  Passaðu þig að dvelja ekki of lengi í neinni stöðu þegar farið er í gegnum sólarhyllingar.  Að fara gengum þessa rútínu er góð leið til að teygja og hressa sig við.

Bakbeygjur (Easy backbends) til að lengja framanverðan hluta líkamans. BJJ iðkendur eru oft hoknir enda fáar hreyfingar í BJJ þar sem þarf að opna brjóstkassann sérstaklega.

Handstöður eru erfiðar að framkvæma og því góðar fyrir egóið.  Einnig hjálpa þær okkur að læra að finna rétta líkamsstöðu til að mynda sem mest vogarafl þegar glímt er. Einnig eru margir heilsufarslegir kostir við það að vera á hvolfi auk þess sem það er gaman.

Hvað myndiru ráðleggja einhverjum sem er að byrja í jóga?

Taktu með þér handklæði og vatn. Leyfðu upplifuninni að koma án allra væntinga. Ekki keppa við þig eða aðra, njótu þess að anda og hafa gaman.

Þú hefur vakið athygli fyrir sérstaka hæfni í “guard passi”. Viltu deila með okkur galdrinum?

Ég hreyfi mig mikið.  Ég sit ekki og bíð í “guardinu” hjá andstæðingnum.  Ég er ekki hræddur við að mistakast og reyni margar mismunandi sóknir á sama tíma.  Ógna því að fara í fótalás en nota svo viðbrögð andstæðingsins til að skjótast í gegnum “guardið”, stíg yfir fótinn hans beint í “Knee on belly”,  gríp í beltið hans frá flestum stöðum til að stjórna honum,  ýti á hálsinn á honum þegar hann reynir að toga mig að sér með afli, nota liðleikann til að vera ekki sópað úr “x-guard”.  Það er mikilvægt að tímasetja þessar sóknir þegar andstæðingurinn er ekki viðbúinn.

Hvert er uppáhalds uppgjafartakið þitt?

James-bond choke/legscissors.  Ég skal pósta youtube af þessu bragði við tækifæri 🙂

Stefniru á að keppa mikið í ár?

Vorið er þétt bókað hjá mér.  Í apríl er það Evrópumótið í NOGI í Róm og mótið í Abu Dhabi, þar sem ég stefni á að vinna bæði minn flokk og opna. Svo eru það nokkrar vikur sem ég fæ til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið í galla (mundials) sem haldið er í Los Angeles í júní. Spennandi að sjá hvernig tæknin mín virkar gegn þeim bestu í sportinu.

Eitthvað að lokum?

Vil þakka æfingarfélögunum, Atame Europe og tilvonandi eiginkonu fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég góðar viðtökur á síðunni minni yogaforbjj.net.  Þær ábendingar sem ég hef fengið frá notendum hafa hjálpað mikið við að gera síðuna betri.  Sérstakar þakkir til mömmu og Piotr Boro sem erum mínir dyggustu stuðningsmenn.

Hér er glíma með Sebastian á Evrópumótinu í uppgjafarglímu í Róm árið 2014.

Hér er greining Lax Fridman á “guard pass” stílnum hjá Brosche

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular