spot_img
Wednesday, February 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxSigný Ósk Sigurðardóttir með gull á Bresku háskólamóti

Signý Ósk Sigurðardóttir með gull á Bresku háskólamóti

Signý Ósk Sigurðardóttir fór með sigur af hólmi á Bresku háskólamóti á dögunum. Signý keppti fyrir hönd skólans síns University of East Anglia sem er í Norwich, Englandi en Signý er í námi þar ásamt þess að æfa með Attleborough Boxing Club.

Signý lýsir BUCS sem einskonar háskóla bikarkeppni sem heldur keppnir í ýmsum íþróttum. BUCS Boxing Championships er haldið einu sinni á ári þar sem keppendur berjast fyrir hönd skóla sinna en hnefaleikafélag og þjálfari þaðan þurfa alltaf að fylgja með.

Signý barðist tvisvar á mótinu og keppti í -63kg flokki en í honum voru 6 keppendur. Hún var dregin beint í undanúrslitin þar sem hún sigraði aðeins reyndari andstæðing og lýsir hún þeim bardaga sem “erfiðustu box reynslu lífs míns”. 

Hér má finna viðtal við hana frá BUCS eftir undanúrslitin:

Í úrslitunum mætti hún enn reyndari andstæðing sem var að keppa sinn sjöunda bardaga og lýsti Signý henni sem algjörum trukk sem hjólaði í hana og var mjög höggþung. Signý eyddi mikilli orku í þeim bardaga en kom út sem sigurvegari.

Þetta var fyrsta gull medalía Signýar í íþróttum en hún varð vissulega Íslandsmeistari í Skák ung að aldri. Hún hefur æft ýmsar íþróttir í gegnum tíðina en ekki haldist í neinni ákveðinni fyrr en hún kynntist hnefaleikum.

Signý fór á grunnnámskeið hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur í byrjun árs 2023 og æfir hún alltaf þar þegar hún er á Íslandi en hún er búsett á Englandi og æfir hjá Attleborough Boxing Club. Hún mætir einnig á box æfingar innan háskólans hjá UEA Boxing Club þar sem hún er að læra leik- og ritlist.

Signý segist vera mjög þakklát fyrir þjálfarana sína úti. Kvennabox er á mjög háu stigi í Bretlandi og kann hún að meta reynsluna sem fæst af því að læra íþróttina þar sem hún hefur verið stunduð í margar kynslóðir. Aðal þjálfarar hennar eru feðgar sem heita Tony og Jack Blencowe. Jack er 19 ára og nýorðinn atvinnumaður en hann átti glæsilegan feril í ólympískum hnefaleikum, Englandsmeistari og gull á Haringey Box Cup þar sem íslendingar taka oft þátt. Hún hrósar einnig þjálfurunum sínum heima Davíði Rúnari og Tóta hjá HR í hástert en stór hluti undirbúningsvinnunar fyrir þetta mót fór fram hjá þeim þegar hún var á landinu yfir jólin.

Bardagarnir tveir á mótinu voru hennar 2. og 3. á ferlinum. Í fyrsta bardaganum sínum í maí í fyrra keppti hún gegn hermanni úr “Royal Air Force” Bretlands og tók hana út í 1. lotu eftir tvær talningar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið