spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSigur hjá Venet en tap hjá Aroni

Sigur hjá Venet en tap hjá Aroni

Tveir bardagamenn frá Mjölni börðist á Golden Ticket 17 bardagakvöldinu í Birmingham í gær. Venet náði sigri en Aron mátti sætta sig við tap.

Báðir bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA í 70 kg léttvigt. Aron var í 2. bardaga kvöldsins og mætti Mateusz Mazurowski. Mazurowski náði nokkrum fellum yfir fyrstu tvær loturnar en Aron náði ágætis gagnárásum standandi og sérstaklega með vinstri króknum.

Í 3. lotu náði Aron að komast ofan á í gólfinu, náði bakinu og komst í „mount“. Hann náði nokkrum góðum höggum þar áður en Mazurowski náði að snúa stöðunni við og komst ofan á. Bardaginn fór allar loturnar og hafði Mazurowski gert nóg fyrstu tvær loturnar til að ná sigrinum eftir dómaraákvörðun. Skemmtilegur og jafn bardagi en tap hjá Aroni.

Mazurowski sagði í viðtali eftir bardagann að þetta hefði verið erfiður bardagi en góð reynsla. Hann sagði jafnframt að Aron væri mun betri en bardagaskorið (0-3) sýnir.

Venet Banushi mætti Koyar Kurdy einnig í skemmtilegum bardaga. Kurdy sótti mikið í fellur en Venet var með góða felluvörn og var fljótur að koma sér upp þegar hann var tekinn niður. Kurdy náði bakinu á Venet í 2. lotu og var það besta lotan hans Kurdy. Venet gerði meiri skaða þegar bardaginn var standandi og endaði 3. lotuna mjög sterkt. Venet sigraði eftir meirihluta dómaraákvörðun þar sem einn dómarinn skoraði bardagann jafntefli.

Kurdy var afar ósáttur með dómaraákvörðunina þar sem hann hélt Venet upp við búrið og náði nokkrum fellum í fyrstu tveimur lotunum. Venet gerði þó meiri skaða og skoraði það meira hjá dómurunum en bardaginn afar jafn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular