spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSigurjón með sigur eftir dómaraákvörðun

Sigurjón með sigur eftir dómaraákvörðun

Sigurjón Rúnar Vikarsson var rétt í þessu að vinna bardaga sinn á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi. Sigurjón sigraði eftir klofna dómaraákvörðun.

Fjórir Mjölnismenn keppa á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi í kvöld. Fyrstur af strákunum var Sigurjón Rúnar en hann var að keppa sinn fyrsta bardaga.

Sigurjón tók 1. lotu þar sem hann notaði boxið sitt og lenti mörgum góðum höggum. Andstæðingur hans, Ross Mcintosh, var í miklum vandræðum með hann standandi og reyndi bara að halda Sigurjóni upp við búrið án þess að vera alltof mikið að reyna að taka hann niður.

Önnur lota var tæp, Sigurjón var að hitta fleiri höggum en Mcintosh hélt Sigurjóni upp við búrið um tíma. Mcintosh náði nokkrum lágspörkum í lotunni en Sigurjón virtist gera meiri skaða. Þriðja lotan var svipuð þar sem Mcintosh virtist vildi ekkert skiptast á höggum við Sigurjón. Mcintosh hélt Sigurjóni lengi upp við búrið en um leið og Sigurjón náði að losa sig undan honum náði hann inn nokkrum fínum höggum.

Sjá einnig – Sigurjón Rúnar: Gríp tækifærið þegar það kemur

Svo fór að Sigurjón sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en Sigurjón sýndi frábært box og sérstaklega miðað við fyrsta MMA bardaga sinn. Sigurjón var blóðugur eftir bardagann en ekki eftir hans blóð heldur blóð andstæðingsins. Mcintosh var með blóðnasir og mögulega smá skurð eftir rimmuna við Sigurjón. Bardagann má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular