Monday, May 27, 2024
HomeErlentSinead O'Connor syngur á meðan Conor McGregor gengur í búrið

Sinead O’Connor syngur á meðan Conor McGregor gengur í búrið

Írska söngkonan Sinead O’Connor mun flytja lagið The Foggy Dew í MGM Grand Arena á meðan Conor McGregor gengur í búrið á UFC 189. Þetta staðfesti hún á Facebook síðu sinni í dag.

O’Connor er þekktust fyrir flutning sinn á laginu Nothing Compares 2 U en það lag verður þó ekki fyrir valinu að þessu sinni. Conor McGregor hefur áður gengið í búrið undir tónum The Foggy Dew en þetta verður þó í fyrsta sinn sem hann gengur í búrið undir lifandi flutningi lagsins. O’Connor mun því syngja hann í búrið.

oconnor

Lagið The Foggy Dew hefur fylgt Conor McGregor um skeið. Innganga McGregor byrjar yfirleitt á laginu en breytist svo í Hypnotize með Biggie Smalls.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular