spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSjáðu hvernig dómararnir skoruðu Nunes-Shevchenko 2

Sjáðu hvernig dómararnir skoruðu Nunes-Shevchenko 2

Dómararnir voru svo sannarlega ekki sammála hver hefði unnið aðalbardagann á UFC 215 í nótt. Amanda Nunes sigraði Valentinu Shevchenko í aðalbardaga kvöldsins eftir klofna dómaraákvörðun.

Tveir dómarar skoruðu bardagann 48-47 Nunes í vil á meðan sá þriðji skoraði bardagann 48-47 Shevchenko í vil. Dómararnir þrír voru Sal D’Amato, David Therjen og Tony Weeks.

Sal D’Amato: Gaf Nunes lotur 1, 3 og 5. Shevchenko tók lotur 2 og 4 (48-47 fyrir Nunes)
David Therjen: Gaf Nunes lotur 1, 2 og 5. Shevchenko tók lotur 3 og 4 (48-47 fyrir Nunes)
Tony Weeks: Gaf Shevchenko lotur 2, 3 og 5. Nunes tók lotur 1 og 4 (48-47 fyrir Shevchenko)

Fyrsta lotan var því eina lotan sem allir dómararnir voru sammála um. Shevchenko var afar ósammála niðurstöðu bardagans en bardaginn var afar jafn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular