spot_img
Monday, November 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSlúðrið: Conor berst ekki á UFC 205 - Khabib vs. Alvarez í...

Slúðrið: Conor berst ekki á UFC 205 – Khabib vs. Alvarez í staðinn

khabib-eddie-conorEnn sem komið er hefur UFC ekki staðfest aðalbardagann á UFC 205 í New York. Ýmsar sögusagnir ganga nú um netheima og herma nýjustu orðrómarnir að Conor McGregor muni ekki berjast í New York.

Talið er að UFC vilji hafa þá Conor McGregor og Eddie Alvarez í aðalbardaganum á UFC 205 í Madison Square Garden. Stutt er síðan Conor barðist síðast og er talið að hann vilji fá háar upphæðir (hærri en nokkru sinni fyrr) fyrir að berjast aftur á svo stórum viðburði.

Conor henti þessari færslu fram á Twitter sem skilja má á margan hátt:

Bardaginn yrði um léttvigtarbelti UFC sem Eddie Alvarez heldur. Alvarez vill ólmur mæta Conor enda veit hann að sá bardagi myndi gefa honum mestar tekjur.

Rússinn Khabib Nurmagomedov gæti þó verið næsta áskorun Alvarez. Khabib Nurmagomedov tjáir sig að minnsta kosti á samskiptamiðlum eins og hann sé að fara að berjast við Alvarez á næstunni.

Þá sagði Dana White að Nurmagomedov væri næstur.

UFC gat hins vegar ekkert tjáð sig um málið..

Það er því ljóst að ýmislegt gengur á bakvið tjöldin þessa dagana. Bardagi milli Nurmagomedov og Alvarez myndi gleðja marga bardagaaðdáendur enda erfitt að neita hinum ósigraða Nurmagomedov um titilbardaga. UFC veit þó að sá bardagi myndi skapa miklu minna áhorf en bardagi Conor og Alvarez.

Mun UFC borga Conor það sem hann vill eða erum við að fara að sjá Khabib Nurmagomedov fá titilbardagann sinn?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular