0

Andstæðingur Sunnu hugsar ekki um annað en að kýla einhvern í smettið

ashley-greenwaySunna Rannveig Davíðsdóttir berst sinn fyrsta atvinnubardaga á föstudaginn. Þá mætir hún Ashley Greenway sem getur ekki beðið eftir bardaganum.

Á föstudaginn verður Sunna fyrsta íslenska konan til að berjast atvinnubardaga. Bardaginn fer fram á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas en Sunna hélt þangað í gær ásamt þjálfurum sínum.

Sjá einnig – Leiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Ashley Greenway

Ashley Greenway er 1-0 sem atvinnumaður en hennar fyrsti atvinnubardagi fór fram á Invicta 16 í maí. Þar bar hún sigur úr býtum gegn Sarah Click eftir dómaraákvörðun. Áður en hún tók sinn fyrsta atvinnubardaga barðist hún 12 áhugamannabardaga og sigraði átta þeirra.

Hún virtist vera eitthvað pirruð í skapinu á dögunum og hugsar ekki um annað en að kýla einhvern í andlitið.

Hún færi tækifæri til þess á föstudaginn þegar hún mætir Sunnu. Það er svo annað mál hvort það tekst eða ekki.

Bardaginn er fyrsti bardaginn á Invicta FC 19 en bardagakvöldið hefst á miðnætti hér heima. Sunna ætti því að vera að berjast fljótlega eftir miðnætti en bardagakvöldið verður sýnt beint á Fight Pass rás UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.