Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 179

Spá MMA Frétta fyrir UFC 179

Banner-UFC179Fyrir þessi stóru bardagakvöld líkt og UFC 179 höfum við haft þann vana að gefa upp spá okkar fyrir stærstu bardagana. Að þessu sinni spá pennar MMA Frétta fyrir tvo áhugaverðustu bardaga kvöldsins, Jose Aldo gegn Chad Mendes og Glover Teixeira gegn Phil Davis.

Jose Aldo gegn Chad Mendes

Pétur Marinó Jónsson: Ég er búinn að fara fram og til baka fyrir þennan bardaga. Fyrst hélt ég að við myndum sjá nýjan meistara og Mendes myndi taka þetta eftir dómaraákvörðun. Svo fór ég að hugsa um andstæðingana sem Mendes hefur verið að rota (Guida, Cody McKenzie og Yaotzin Meza eru ekki góðir strikerar) og held að hann hafi ekki tekið það miklum framförum að útkoman verði önnur en í fyrsta bardaganum. Aldo hefur verið svolítið varkár í síðustu bardögum ekki sami killer og hann var, en ég held að það sé af því að Lamas og Jung hafi ekki verið að pressa hann nógu mikið. Mendes dregur fram það besta í Aldo og við fáum að sjá flott TKO í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég á erfitt með að spá öðru en sigri Aldo. Ef hann getur varist fellum og refsað Mendes ætti hann að sigra örugglega, TKO 2. lota.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held að Aldo sigri þetta á TKO í fyrstu eða annarri lotu, Mendes er öflugur en Aldo er einfaldlega of góður í augnablikinu.

Brynjar Hafsteins: Aldo vs. Mendes er góður bardagi. Nokkur spurningarmerki sem ég set við niðurskurðinn hjá Aldo, hefur víst gengið illa. Vill sjá Mendes fara með gameplanið að taka niður Aldo og halda honum þar. Held samt að þetta skipti allt engu máli því Aldo er það góður að hann tekur dómaraúrskurðinn.

Oddur Freyr: Ég held að það sé ekki hægt annað en að spá Aldo sigri, hann hefur sýnt ótrúlega yfirburði gegn öllum andstæðingum í langan tíma. Ég held að Mendes verði ekki jafn óheppinn og síðast og nái að endast í gegnum allan bardagann, en Aldo taki þetta í dómaraúrskurði. Ég held samt með Mendes í þessum bardaga, það myndi hrista upp í fjaðurvigtinni að fá nýjan meistara og Team Alpha Male hefur gert frábæra hluti upp á síðkastið.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Aldo vinni Mendes. Aldo er með gífurlega gott defensive wrestling og það er virkilega erfitt að ná honum niður og halda honum þar. Undanfarið hefur hann verið í vandræðum með cuttið og þreyst í síðari lotunum en hann er einfaldlega það góður að það kemur ekki að sök. Sem dæmi var hann gjörsamlega búinn á því í 4. og 5. lotu gegn Frankie Edgar en sigraði þann bardaga samt örugglega (og Frankie Edgar er ekkert grín).

Sigurjón Viðar Svavarsson: Chad Mendes er einn besti íþróttamaðurinn í þessum þyngdarflokki, hann er þvílíkur wrestler og með góðar hendur. Mín tilfinning hins vegar er að Jose Aldo á eftir að vinna Chad Mendes í fyrstu lotu eins og síðast. Helsti möguleiki Mendes er ef Aldo lendir í svipuðum vandræðum og félagi hans Barao með að ná þyngd.

Aldo: Pétur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Oddur, Guttormur og Sigurjón
Mendes:

 Glover Teixeira gegn Phil Davis

Pétur Marinó Jónsson: Teixeira er mun sigurstranglegri hjá veðbönkunum en ég held að það verði óvænt úrslit hér og Davis tekur þetta eftir dómaraákvörðun. Ég held að hann hafi ekki verið nógu fókuseraður á Johnson í hans síðasta bardaga þar sem hann var alltaf að tala um Jon Jones og titilbardaga, núna kemur hann tvíefldur til leiks og sigrar Teixeira.

Óskar Örn Árnason: Davis og Teixeira þurfa báðir á sigri að halda. Ég held að þetta fari allar 3 loturnar, Teixeira sigrar 2 af 3 lotum.

Eiríkur Níels Níelsson: Davis gegn Teixeira er erfitt að spá fyrir. Ef Teixeira nær ekki TKO í fyrstu tveimur lotunum held ég að Davis taki þetta á stigum.

Brynjar Hafsteins: Phil Davis ætti að reyna að nota glímuna sína en Texeira er svo ógeðslega sterkur. Texi sigrar með dómaraúrskurði.

Oddur Freyr: Phil Davis mun væntanlega reyna að nota glímuna sína gegn Teixeira og hans vegna vona ég að það gangi betur en gegn Anthony Johnson. En Teixeira er sterkur og fær í gólfinu svo það er ekki ósennilegt að Teixeira komi tvíefldur til baka eftir tapið gegn Jon Jones og nái að sigra Davis eftir dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Phil Davis vinni Teixeira með því að taka hann í gólfið. Hann sigrar í kjölfarið á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Glover Teixeira hafði gott að því að tapa á móti Jon Jones, hann veit núna hvað þarf til að vera meistari í þessum þyngdarflokki. Trúi ekki öðru en hann sé búinn að vera vinna í veikleikunum sínum. Phil Davis hefur verið lengi rétt frá contender status í þessum þyngdarflokk ef hann vinnur Glover þá ætti hann loksins að komast þangað. Ég held að Glover taki þetta með TKO í 3. lotu.

Teixeira: Óskar, Brynjar, Oddur, Sigurjón
Davis: Pétur, Eiríkur, Guttormur

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular