0

Conor McGregor mætir Dennis Siver í janúar

conor-mcgregorNæsti bardagi Conor McGregor verður ekki titilbardagi. Íslandsvinurinn Conor McGregor mun mæta Þjóðverjanum Dennis Siver þann 18. janúar í Boston.

Þetta kemur vissulega á óvart en hinn írski McGregor er í 5. sæti á styrkleikalista UFC en Siver stendur eins og er í 10. sæti. McGregor er með fjóra bardaga að baki hjá UFC og hafa allir bardagar hans verið afgerandi sigrar. Hann hefur verið á hraðleið upp deildina með augun föst á fjaðurvigtarbeltinu. Margir töldu það líklegt að McGregor myndi næst fá sigurvegarann úr titilbardaga Jose Aldo og Chad Mendes.

Því miður fyrir McGregor eru flestir á topplista deildarinnar þegar komnir með andstæðing. Cub Swanson mun keppa gegn Frankie Edgar, Ricardo Lamas gegn Dennis Bermudez og Chan Sung Jung hefur verið sendur í hernaðarskyldu í sínu heimalandi. Þetta skilur aðeins Dennis Siver og Nik Lentz eftir á topp tíu listanum.

Siver sigraði Charles Rosa á UFC Fight Night 59 en fyrir það hafði hann tapað tveimur bardögum í röð. Siver sem er 35 ára gamall og á loka spretti feril síns mun því eiga í erfiðleikum með hinn 26 ára McGregor. Þess má geta að Árni Ísaksson sigraði Dennis Siver í veltivigtarbardaga árið 2006.

Margir hafa sett spurningamerki við þennan bardaga þar sem McGregor hefur ekki enn fengið sterkan glímumann líkt og Nik Lentz, Dennis Bermudez eða Chad Mendes. Í stað þess hefur hann fengið bardagamenn sem vilja standa og skiptast á höggum sem er nokkuð sem hentar McGregor vel.

Jose Aldo berst iðulega aðeins tvisvar á ári með löngu millibili og er meiðslagjarn. McGregor gæti því sigraði Siver í janúar og fengið bardaga gegn Aldo í apríl/maí ef UFC kýs að fara þá leið.

Bardaginn verður aðalbardaginn á Fight Night bardagakvöldi í Boston en Conor McGregor er gríðarlega vinsæll þar enda hefur Boston sterka tengingu við Írland. Bardagakvöldið fer fram á sunnudegi og er sama dag og undanúrslitin í NFL fara fram. Hugsanlega er Fox Sports sjónvarspsstöðin að reyna að fá NFL aðdáendur til að sjá Conor McGregor.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.