Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaConor McGregor mætir Dennis Siver í janúar

Conor McGregor mætir Dennis Siver í janúar

conor-mcgregorNæsti bardagi Conor McGregor verður ekki titilbardagi. Íslandsvinurinn Conor McGregor mun mæta Þjóðverjanum Dennis Siver þann 18. janúar í Boston.

Þetta kemur vissulega á óvart en hinn írski McGregor er í 5. sæti á styrkleikalista UFC en Siver stendur eins og er í 10. sæti. McGregor er með fjóra bardaga að baki hjá UFC og hafa allir bardagar hans verið afgerandi sigrar. Hann hefur verið á hraðleið upp deildina með augun föst á fjaðurvigtarbeltinu. Margir töldu það líklegt að McGregor myndi næst fá sigurvegarann úr titilbardaga Jose Aldo og Chad Mendes.

Því miður fyrir McGregor eru flestir á topplista deildarinnar þegar komnir með andstæðing. Cub Swanson mun keppa gegn Frankie Edgar, Ricardo Lamas gegn Dennis Bermudez og Chan Sung Jung hefur verið sendur í hernaðarskyldu í sínu heimalandi. Þetta skilur aðeins Dennis Siver og Nik Lentz eftir á topp tíu listanum.

Siver sigraði Charles Rosa á UFC Fight Night 59 en fyrir það hafði hann tapað tveimur bardögum í röð. Siver sem er 35 ára gamall og á loka spretti feril síns mun því eiga í erfiðleikum með hinn 26 ára McGregor. Þess má geta að Árni Ísaksson sigraði Dennis Siver í veltivigtarbardaga árið 2006.

Margir hafa sett spurningamerki við þennan bardaga þar sem McGregor hefur ekki enn fengið sterkan glímumann líkt og Nik Lentz, Dennis Bermudez eða Chad Mendes. Í stað þess hefur hann fengið bardagamenn sem vilja standa og skiptast á höggum sem er nokkuð sem hentar McGregor vel.

Jose Aldo berst iðulega aðeins tvisvar á ári með löngu millibili og er meiðslagjarn. McGregor gæti því sigraði Siver í janúar og fengið bardaga gegn Aldo í apríl/maí ef UFC kýs að fara þá leið.

Bardaginn verður aðalbardaginn á Fight Night bardagakvöldi í Boston en Conor McGregor er gríðarlega vinsæll þar enda hefur Boston sterka tengingu við Írland. Bardagakvöldið fer fram á sunnudegi og er sama dag og undanúrslitin í NFL fara fram. Hugsanlega er Fox Sports sjónvarspsstöðin að reyna að fá NFL aðdáendur til að sjá Conor McGregor.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular