UFC 183 fer fram í kvöld en þeir Anderson Silva og Nick Diaz mætast í aðalbardaganum. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá og ljóst að bardagakvöldið verði mjög spennandi. Pennar MMA Frétta eru ósammála um hver fari með sigur af hólmi í fyrstu fjórum bardögunum.
Anderson Silva gegn Nick Diaz
Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Anderson Silva vinni, en veit ekki hvernig. Diaz er með harða höku og það verður erfitt að rota hann. Ég er smá hræddur um að þetta verði leiðinlegur bardagi þar sem Anderson mun bara circla burt frá Diaz sem veður áfram á meðan hann étur spörk. Ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá hinum 39 ára gamla Anderson Silva sigri með TKO í 3. lotu eftir hnéspark.
Óskar Örn Árnason: Ég held að Diaz þurfi smá kraftaverk. Silva gæti lamið hann illa ef hann er í góðu formi. Silva er of stór og með of góða vörn til að láta undan pressu Diaz. Silva nær að verjast til byrja með, meiðir svo Diaz með hnjám og spörkum og klárar með „ground and pound“ í þriðju lotu.
Guttormur Árni Ársælsson: Það verður fróðlegt að sjá hvernig Silva snýr aftur eftir meiðslin. Meiðsli sem þessi geta verið mjög svo sálræn – eitthvað sem Silva hefur líka viðurkennt að hafa glímt við. Ef Silva er einhvers staðar nálægt því að vera svipaður og fyrir meiðslin þá sigrar hann Nick Diaz í þessum bardaga. Silva stöðvar Diaz í fjórðu lotu.
Oddur Freyr: Ég verð að spá Anderson Silva sigri. Hann er of stór og of sleipur til að Diaz geti gert eitthvað af viti við hann. Silva sigrar með tæknilegu rothöggi í þriðju eða fjórðu lotu eftir að hafa barið Diaz hressilega í lotunum á undan.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Báðir að koma til baka eftir langan tíma í burtu. Diaz eftir langþráða hvíld en Anderson eftir erfið meiðsli. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort að Anderson sparki eitthvað í þessum bardaga, en hann er líka orðinn 39 finnst hann ekki jafn hreyfanlegur og hann var. Það eru fáir harðari en Nick Diaz hef fulla trú að Diaz nái að hanga með honum en til þess að hann vinni þarf margt að vinna með honum. Ætla samt að seigja að Diaz taki þetta á RNC í 3 lotu.
Brynjar Hafsteins: Er Diaz bieleber, ég trúi. Hann vinnur á dómaraúrskurði. Get ekki sagt að hann tapi, hef það ekki í hjarta mínu.
Eríkur Níels Níelsson: Ég tel að Diaz verði pirraður á hrreyfingu Silva, hann mun reyna festa hann upp að búrinu en mun ekkkert ganga. Í annnarri og þriðju lotu mun hannn missa þolinmæði sína og setja vörn sína í hlé og reyna sækja meira áfram en það mun enda illa. Silva mun gefa sér tíma til að tímasetja hreyfingu Diaz og svo rústa honum. TKO í annarri eða þriðju lotu.
Anderson Silva: Pétur, Óskar, Guttormur, Oddur, Eiríkur.
Nick Diaz: Brynjar, Sigurjón.
Kelvin Gastelum gegn Tyron Woodley
Pétur Marinó Jónsson: Ég spái alltaf Gastelum tapi og ætla að halda því áfram. Woodley er betri wrestler þannig að ég held það verði erfitt fyrir Gastelum að taka hann niður. Auk þess er Woodley höggþungur og ég ætla að spá því að hann lendi bombu í 1. lotu og roti Gastelum.
Óskar Örn Árnason: Nokkuð jafn bardagi. Báðir eru hættulegir og gætu klárað hinn með rétta högginu. Báðir eru líka sterkir í glímunni. Spái því að Gastelum komi öllum á óvart enn einu sinni og klári Woodley í annarri eða þriðju lotu.
Guttormur Árni Ársælsson: Gastelum átti mjög slæmt cut og það mun hafa áhrif á hann í þessum bardaga. Ég var upprunalega búinn að spá honum sigri en tel nú líkur á að Woodley sigri á stigum.
Oddur Freyr: Kelvin Gastelum er alltaf betri og betri, ég held að það þurfi meira en Tyron Woodley til að stöðva sigurgönguna hans. Gastelum sigrar á stigum eða nær uppgjafartaki í þriðju lotu eftir að hafa þreytt Woodley í glímunni.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Áhugaverður bardagi þar sem Gastelum er að reyna komast í top 5 í 170 punda flokknum. Var að sjá að Gastelum hefði verið settur á spítala eftir að hafa reynt að ná vigt en bardaginn á samt víst að vera. Held að Woodley sé of mikið fyrir Gastelum núna og ekki bætir að hafa farið á spítala. Woodley TKO í fyrstu lotu.
Brynjar Hafsteins: Gastelum er top 3 efnilegasti gaurinn í UFC. Hann sigrar með G&P í 3 lotu. Verður þó jafn bardagi því köttið hjá Woodley gekk hrikalega vel.
Eríkur Níels Níelsson: Þó að Gastelum sé öflugur þá tel ég samt að hann geti ekki sigrað. Woodley er einfaldlega of góður að verjast og finna tímasetningu andstæðinga sinna. Hann mun ná sigri með TKO í annnari lotu.
Gastelum: Óskar, Oddur, Brynjar
Woodley: Pétur, Guttormur, Sigurjón, Eiríkur.
Joe Lauzon gegn Al Iaquinta
Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Lauzon sé á niðurleið. Hann er bara 30 ára en búinn að berjast í 10 ár og oft í algjörum stríðum (sem er eitt af því sem gerir hann svona skemmtilegan). Á sama tíma held ég að Iaquinta sé á uppleið undir handleiðslu Matt Serra og Ray Longo og hann sigrar eftir dómaraákvörðun.
Óskar Örn Árnason: Lauzon er alltaf skemmtilegur en hann er farinn að dala. Iaquinta hefur hins vegar aldrei litið betur út. Iaquinta sigrar fjörugan bardaga á stigum og gæti jafnlvel lamið Lauzon illa.
Guttormur Árni Ársælsson: Al Iaquinta er búinn að bæta sig mikið undanfarið en það mun ekki duga gegn reynsluboltanum Joe Lauzon. Lauzon sigrar með uppgjafartaki.
Oddur Freyr: Iaquinta sigrar Lauzon á stigum eftir frábæran bardaga.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Lauzon er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC, held að það sé mjög líklegt að þetta verði með betri bardögum kvöldsins. Lauzon tekur þetta á uppgjafartaki í annari lotu
Brynjar Hafsteins: Lauzon er einn skemmtilegasti bardagamaður allra tíma en Iaquinta sigrar á stigum.
Eríkur Níels Níelsson: Lauzon hefur ætíð verið skemmtilegur og gefið frá sér frábærar frammistöður. Held að það haldi áfram og endi með uppgjafartaki í annnari lotu.
Lauzon: Guttormur, Sigurjón, Eiríkur.
Iaquinta: Pétur, Óskar, Oddur, Brynjar,
Tim Boetsch gegn Thales Leites
Pétur Marinó Jónsson: Ég held að uppgangur Thales Leites haldi áfram og hann sigrar Boetsch eftir dómaraákvörðun í fremur leiðinlegum bardaga.
Óskar Örn Árnason: Þetta gæti orðið blóðugt en ég held að Leites taki þetta á gólfinu. Segjum, inverted triangle og kimura!
Guttormur Árni Ársælsson: Leites var einn sá einhæfasti í bransanum þegar hann keppti í UFC fyrir um sex árum. Hann hefur sigrað hvern bardagann á fætur öðrum eftir að hann var látinn fara frá UFC og er nú ósigraður í sjö bardögum eða síðan 2010. Leites sigrar með uppgjafartaki.
Oddur Freyr: Tim Boetsch rotar Leites í annarri.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Leites er rosalegur í gólfinu og hefur verið á góðu róli í síðustu bardögum en ég held að villimaðurinn Boetsch eigi eftir að klára þetta með rothöggi í fyrstu lotu.
Brynjar Hafsteins: Leites hefur verið að bæta stand-uppið sitt sem var jafn lélegt og gaur í grunn námskeiði hjá Matt Riddle. Það er þó ekki nóg og Boetsch rotar hann.
Eríkur Níels Níelsson: Tel að þetta geti farið báða vegu. Boetsch gæti náð góðu höggi og rotað Leites en ef bardaginn fer í gólfið mun Leites ná sigri eftir dómaraákvörðun og ég held það muni enda í dómaraákvörðun sem Leites vinnur.
Leites: Pétur, Óskar, Guttormur, Eiríkur
Boetsch: Oddur, Sigurjón, Brynjar,
Thiago Alves gegn Jordan Mein
Pétur Marinó Jónsson: Ég held að þetta verði besti bardagi kvöldsins og ég er eiginlega meira spenntur fyrir þessum bardaga heldur en aðalbardaganum. Báðir mjög góðir standandi en ég held að Alves sé tæknilega betri og hann klárar Mein með TKO í annarri lotu.
Óskar Örn Árnason: Skemmtilegur bardagi. Mein er efnilegur en hann virðist tapa fyrir þeim bestu. Alves er kannski ekki einn af þeim allra bestu en hann er ennþá stórhættulegur kickboxer. Alves sparkar Mein í sundur og klárar á TKO í fyrstu lotu.
Guttormur Árni Ársælsson: Jordan Mein er mjög efnilegur og ég tel líkur á að þetta verði besti bardagi kvöldsins. Mein hefur fleiri vopn en Alves og sigrar á stigum.
Oddur Freyr: Jordan Mein á eftir að sýna að hann er einn efnilegasti ungi bardagamaðurinn í UFC um þessar mundir. Hann sigrar á stigum í stórskemmtilegum bardaga sem fer aðallega fram standandi.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Alves er að mínu mati búinn að toppa, Mein er einn sá efnilegasti í UFC, held að hann eigi eftir að vinna Alves á dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.
Brynjar Hafsteins: Get ekki farið gegn mínum manni Alves en ég held að ég sé að velja 2 bardaga vitlausa vegna bro-love. Alves vinnur á stigum.
Eríkur Níels Níelsson: Þótt ég vilji halda að þetta verði frábær bardagi þá get ég alveg trúað að þetta verði vonbrigði. Mein sigarar á dómaraákvörðun.
Alves: Pétur, Óskar, Brynjar,
Mein: Guttormur, Oddur, Sigurjón, Eiríkur.