Enn einu sinni hefur Chris Weidman-Vitor Belfort bardaganum verið frestað. Bardaginn átti að fara fram á UFC 184 í lok febrúar en hefur nú verið frestað um óákeðinn tíma.
Bardaginn átti upphaflega að fara fram á UFC 173 í maí 2014 en vandræði með Vitor Belfort kom í veg fyrir þann bardaga. Þá var bardaganum frestað til 6. desember á UFC 181 en tveimur mánuðum fyrir bardagann meiddist Weidman. Aftur var bardaganum frestað og átti hann að fara fram á UFC 184 þann 28. febrúar.
Nú er Weidman aftur meiddur og verður bardagi Cat Zingano og Rondu Rousey aðalbardagi kvöldsins. Chris Weidman varði beltið sitt síðast gegn Lyoto Machida á UFC 175 þann 5. júlí síðastliðinn.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023