spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 225

Spá MMA Frétta fyrir UFC 225

UFC 225 fer fram í nótt í Chicago í Bandaríkjunum. Um er að ræða eitt besta bardagakvöld ársins en hér má sjá penna MMA Frétta birta sína spá fyrir kvöldið.

Millivigt: Yoel Romero gegn Robert Whittaker

Pétur Marinó Jónsson: Skrítin staða komin upp eftir að Romero skeit í vigtuninni í gær. Væri svo dæmigert ef Romero vinnur núna og enginn veit hvað á að gera þar sem Whittaker verður áfram meistari þrátt fyrir að tapa. Ég ætla samt að segja að Whittaker taki þetta. Það er erfitt að sjá Romero vinna þetta nema með einhverri bombu eins og hann hefur svo oft gert. Ég held bara að Whittaker haldi sig við sömu uppskrift og síðast – haldi sér frá stóru bombunum og gefi Romero engan tíma til að hvíla sig eftir stóru sprengjurnar. Whittaker er tæknilega betri bardagamaður, snjall, harður, góður standandi, með góða felluvörn og með enga augljósa veikleia. Romero þarf eitthvað rosalegt eins og fljúgandi hné til að vinna og eins og hann hefur oft sýnt áður er hann fær til þess. Whittaker nær þó að halda sér frá vandræðum og tekur þetta aftur eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Alltaf gaman að horfa á Romero berjast en ég held að þetta sé bardaginn þar sem hann kemur loks til með að líta 41 árs út. Erfiður niðurskurður hjá honum og Whittaker er framtíðin. Whittaker með TKO í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegt endurat frá síðasta bardaga þeirra þar sem Ástralinn hafði betur. Romero leit illa út á vigtinni í gær og ég býst við sömu niðurstöðu og síðasta bardaga. Whittaker sigrar eftir einróma dómaraákvörðun.

Robert Whittaker: Pétur, Guttormur, Arnþór
Yoel Romero:

Bráðabirgðartitilbardagi í veltivigt: Colby Covington gegn Rafael dos Anjos

Pétur Marinó Jónsson: Mjög flottur bardagi. Þegar þessi bardagi var fyrst settur saman fannst mér dos Anjos talsvert líklegri en eftir að hafa horft á nokkra bardaga með þeim báðum að undanförnu tel ég að þetta verði mjög jafn bardagi. Ég er smá hræddur um að Colby get wrestlað dos Anjos meira en okkur kærir um. Dos Anjos getur þó verið mjög hættulegur í clinchinu með olnboga og hné og verður clinch baráttan mjög áhugaverð í kvöld. Ég held þó, því miður, að Colby nái að stjórna clinchinu betur sem skilar honum fleiri lotum. Colby vinnur eftir dómaraákvörðun. Því miður..

Guttormur Árni Ársælsson: Óháð öllu hatrinu sem Colby hefur tekist að sanka að sér þá held ég að þetta geti reynst erfiður bardagi fyrir dos Anjos. Colby er með þennan smothering stíl sem er erfitt að verjast. Segi Colvington eftir boring decision.

Arnþór Daði Guðmundsson: Jesús hvað ég þoli ekki Colby. Burtséð frá því þá held ég að þetta gæti orðið spennandi bardagi sem kemur út á því hvor er með stærra hjarta. Eitthvað segir mér að RDA sé sterkari á því sviði. RDA sigrar með einróma dómaraákvörðun.

Colby Covington: Pétur, Guttormur
Rafael dos Anjos: Arnþór

Fjaðurvigt kvenna: Holly Holm gegn Megan Anderson

Pétur Marinó Jónsson: Flottur bardagi í fjaðurvigt kvenna. Er spenntur að sjá Megan Anderson í UFC og vona innilega að hún standi undir væntingum. Holly Holm hefur marga fjöruna sopið og verið í mörgum stórum bardögum á meðan þetta er lang stærsti bardagi Anderson hingað til. Holm ætlar væntanlega að beita gagnárásum en ég held/vona að Anderson verði með svör við því. Segi að Anderson geri örlítið meira en Holm og vinni eftir klofna dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Holm er á útleið og hefur ekki litið vel út undanfarið. Anderson kemur inn í sinn fyrsta UFC bardaga úr Invicta og verður ólm í að sanna sig. Anderson eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég held að Holly Holm sé þannig lagað sprungin blaðra og sé hana ekki gera atlögu að öðrum titli, sama hvort það sé í 135 eða 145 punda flokknum. Anderson fær loksins sénsinn í UFC og gerir það mesta úr honum. Anderson sigrar eftir dómaraákvörðun.

Holly Holm:
Megan Anderson: Pétur, Guttormur, Arnþór

Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Tai Tuivasa

Pétur Marinó Jónsson: Andrei Arlovski er búinn að vinna tvo bardaga í röð en hér mætir hann Tai Tuivasa sem hefur aldrei farið út fyrir 1. lotu. Tuivasa er með enga reynslu í samanburði við Arlovski og er spurning hvernig hann endist ef hann nær ekki að klára í 1. lotu. Kannski getur gamli hundurinn Arlovski lifað af 1. lotuna og kennt Tuivasa verðmæta lexíu. Ég ætla þó að vona að Tuivasa komi vel undirbúinn til leiks og klári greyið Arlovski með rothöggi í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Arlovski er með höku úr gleri og Tuivasa rotar hann í fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Mig grunar að Tuivasa þurfi eingöngu að strjúka Arlovski um hökuna og Arlovski skallar gólfið. Tuivasa sigrar með KO í 2. lotu.

Andrei Arlovski: ..
Tai Tuivasa: Pétur, Guttormur, Arnþór

Veltivigt: CM Punk gegn Mike Jackson

Pétur Marinó Jónsson: Ég er í alvörunni mjög forvitinn fyrir þennan bardaga. Við vitum svo lítið um báða gæja. Hversu mikið er CM Punk búinn að vera að æfa og hefur hann eitthvað  bætt sig? Hann er að æfa í frábærum aðstæðum með frábærum þjálfurum svo hann hlýtur að hafa bætt sig ágætlega mikið. Hann er samt 39 ára gamall og bara búinn með einn alvöru bardaga. Á sama tíma veit maður ekkert um Mike Jackson nema að hann er búinn með nokkra pro bardaga í boxi en leit ekki vel út gegn Mickey Gall. Þetta er erfiðasti bardaginn á kvöldinu að spá í enda veit maður ekkert um báða. Ég held að Jackson hafi verið lengur í bardagaíþróttum en CM Punk og tippa þá á að Jackson vinni eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Sorglegt að þessi baragi sé á aðalhluta kvöldsins á meðan Benavidez, Overeem, Sergio Pettis dúsa á undercardinu. Jackson sigrar hvernig sem honum sýnist í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Æji, ég er eitthvað skotinn í CM Punk sögunni og vona bara innilega að hann sigri þennan bardaga og geti sagt öllum að hann eigi sigur að baki í UFC og hætti svo bara þessari vitleysu. CM Punk sigrar í 2. lotu með rear naked choke.

CM Punk: Arnþór
Mike Jackson: Pétur, Guttormur

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular